Er Framsókn að klofna?

Sigurður Ingi forsætisráðherra skýrði frá því í gær,að hann ætlaði að bjóða sig fram til formanns gegn Sigmundi Davíð sitjandi formanni Framsóknarflokksins.Þetta kom mörgum á óvart,þar eð Sigmundur Davið hafði tilnefnt Sigurð Inga sem forsætisráðherra fyrir skömmu.Það kom einnig fram í dag,að samkvæmt frásögn Sigmundar Davíðs hafði Sigurður Ingi heitið Sigmundi Davíð því að fara ekki fram á móti honum.Sigurður Ingi fór heldur ekki eftir því að halda fundi með Sigmundi Davíð til þess að halda honum upplýstum um gang mála eins og um hafði verið talað.Það stefnir í blóðug átök milli þessara tveggja manna á flokksþingi Framsóknar. Í viðtali við RÚV og Stöð 2 sagði Sigmundur Davíð,að hann ætlaði ekki að  stíga til hliðar og hætta í stjórnmálum.Það lá þó við,að fulltrúi Stöðvar 2 reyndi að fá Sigmund Davíð til þess að stíga til hliðar! Þeir,sem voru helstu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs, keppast nú við að snúa við honum baki,nú síðast Eygló Harðardóttir.Menn eru fljótir að skipta um skoðun,þegar þeir telja, að völd séu að skipta um hendur.Eins gott að menn veðji á réttan hest.Augljóst er, að svo mikil átök eru í uppsiglingu,að vandséð verður hvernig klofningi verður afstýrt.Ef Sigmundur Davíð telur,að Sigurður Ingi hafi svikið hann verður hann ekki mjög sáttfús ef illa fer fyrir honum á flokksþinginu. Ef til vill verður Sigurður Ingi fúsari til sátta,ef hann bíður lægri hlut, en þó kann það að fara eitthvað eftir því hvað  Sigmundur Davíð dregur það skýrt fram,að hann telji Sigurð Inga hafa svikið sig. Það eru mikil átök framundan og fullkomin hætta á klofningi hjá Framsókn.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég held að það verði ekki klofningur -heldur verði framundan "dauðastríð" framsóknarflokksins, ef Sigurður stígur ekki til baka.

Eggert Guðmundsson, 24.9.2016 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband