Allir leiðtogar stjórnarflokkanna hafa brugðist öldruðum og öryrkjum!

Hvaða leiðtogar stjórnarflokkanna,Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bera ábyrgð á algerum svikum á kosningaloforðunum,sem veitt voru öldruðum og öryrkjum 2013? Svarið er: Allir leiðtogarnir bera ábyrgð  á svikunum.

Af hálfu Framsóknar bera 3 flokksleiðtogar ábyrgð á þessum miklu svikum: Sigmundur Davíð formaður og forsætisráðherra lengst af,Sigurður Ingi varaformaður og forsætisráðherra nú og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.Af hálfu Sjálfstæðisflokksins bera þessir höfuðábyrgð á svikunum: Bjarni Benediktsson formaður og fjármálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson varaformaður og heilbrigðisráðherra.

Eins og ég hef margoft tekið fram var stærsta. loforðið,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum það,að lífeyrir yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans.Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á flokksþingi sínu 2013 að lífeyrir aldraðra yrði strax ( að lokunm kosningum) hækkaður til samræmis við hækkun lægstu launa.Skýrara gat þetta ekki verið. En svikin eru einnig alveg skýr: Ekkert hefur verið gert í þessu máli.Ekkert hefur verið gert til þess að efna þetta fyrirheit.Það hefur verið algerlega svikið.

Framsóknarflokkurinn samþykkti á sínu flokksþingi 2013 að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar ( kjaraskerðingar) krepputímans,2009-2013.Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi bera jafna ábyrgð á þessu loforði ásamt Eygló Harðardóttur sem gerð var að ráðherra málaflokksins,málefna aldraðra og öryrkja o.fl. En þau öll sviku þetta loforð.Sigurður Ingi minnist aldrei á, að eftir sé að uppfylla það. Sigmundur Davíð er sá eini af þeim þremenningum sem viðurkennir að eftir sé að efna loforðið við aldraðra og öryrkja.En vegna fyrri svika treysta menn honum ekki.Sigurður Ingi talaði um það í ræðu 17.júní,að enginn ætti að líða skort hér en samt hefur hann ekkert gert í því að bæta kjör aldraðra og öryrkja enda þótt þeir verst stöddu meðal þeirra eigi ekki fyrir mat í lok mánaðar. Ræða hans reyndist orðagjálfur.-Það þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 23%,56.580 kr til þess að efna þetta stóra loforð;mundi skipta sköpum.

Ég geri engan mun á leiðtogum stjórnarflokkanna í þessu efni. Þeir bera allir jafnmikla ábyrgð á þeim miklu svikum sem þeir hafa framið gegn öldruðum og öryrkjum.Það eru örfáir dagar eftir af þinginu. Þeir geta hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja verulega á þeim tíma,ef þeir vilja. Það tekur einn dag. Það tók einn dag að hækka eftirlaun ráðherra og æðstu embættismanna þjóðarinnar; þegar þau voru hækkuð umfram eftirlaun allra annarra í þjóðfélaginu.Það var eitthvað mesta skammarverk,sem alþingi hefur unnið.

 Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

En bera ekki Jóhanna og Árni Páll, Steingr.J. og Katrín Jak. ábyrgð á lélegri frammistöðu Jóhönnustjórnar á þessu sviði?! 😣

Ísl. þjóðfylkingin setur aldraða og öryrkja í öndvegi, með afar góðum stefnumálum þar um. XE!

Jón Valur Jensson, 25.9.2016 kl. 07:44

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Jón Valur! Jú. Og þau hlutu sína refsingu í kosningunum 2013. Ég gagnrýndi þau harðlega fyrir lélega frammistöðu í málefnum aldraðra og öryrkja.Það geturðu séð ef þú flettir upp í gömlum greinum sem ég skrifaði um þessi mál í stjórnartíð Jóhönnu.Komin er út bók með úrvali greina minna og þar má sjá þetta. En það má segja stjórn Jóhönnu til málsbótar á þessu sviði,að hún skerti ekki kjör þeirra sem voru á strípuðum bótum.Þeir héldu sínu,þegar aðrir voru skertir. Og auk þess ber að halda því til haga að það varð bankahrun og ríkti kreppa en nú er góðæri.

Bestu kveðjur

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 25.9.2016 kl. 11:10

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Björgvin, og til hamingju með bókina. smile

Þú ert magnaður á þessu sviði, ég held enginn standi þér framar í baráttunni jafnt sem þekkingunni á öllu þessu til hlítar.

Og nú ætla ég að stúdera þína pistla betur, enda veitir ekki af, ef maður á að geta svarað af einhverju viti fyrir Þjóðfylkinguna þegar maður verður þýfgaður um afstöðu flokksins í þessum málum.

Jón Valur Jensson, 27.9.2016 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband