Er Bjarni orðinn krati?

Allt þetta kjörtímabil hefur Bjarni Ben barist eins og grenjandi ljón gegn kjarabótum til handa öldruðum og öryrkjum.Í þingræðu sagði hann,að lífeyrisþegar mættu ekki fá of miklar "bætur". Þeir mættu ekki fá hærri lífeyri en næmi lágmarkslaunum,þar eð þá yrði enginn hvati fyrir þá að fara út á vinnumarkaðinn!M.ö.o. Hann vildi reka aldraða, áttræða og et vil vill níræða út á vinnumarkaðinn!Það varð lýðum ljóst,að Bjarni Ben stóð gegn öllum kjarabótum til handa öldruðum og öryrkjum og til þeirra,sem minna mega sín. Jafnvel Eygló Harðardóttur ofbauð andstaða Bjarna Ben við kjarabætur lífeyrisþega og til velferðarmála yfirleitt.Fór hún í fjölmiðla og sagðist hafa átt í slagsmálum við fjármálaráðherra vegna andstöðu hans við kjarabætur aldraðra og öryrkja og andstöðu hans við framlög til velferðarmála yfirleitt. En nú korteri fyrir kosningar kemur Bjarni Ben hlaupandi og segist vilja bæta hag þeirra sem minna mega sín. Heldur hann að kjósendur séu fábjánar? Þetta er loddaraskapur á hæsta stigi.

Það glumdu í hádeginu fréttir um ,að Sjálfstæðisflokkurinn,skv frásögn Bjarna Ben, vildi nú bæta hag þeirra,sem minna mega sín.Maður gæti haldið að Bjarni væri orðinn krati!

Hvernig á nokkur maður að trúa Bjarna,sem er í farabroddi þeirra ráðherra,sem hafa svikið kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá síðustu kosningum og segir í umræðum,að hvítt sé svart og svart sé hvítt. Ég segi eins og Kári Stefánsson,þegar hann skrifaði um Bjarna: Það er ekki hægt að taka mark á þessum mönnum. 

Ef Bjarni Ben vill gera tilraun til þess að láta trúa sér þrátt fyrir fyrri svik ætti hann strax  á morgun að leggja fyrir alþingi frumvarp um 56 þúsund króna hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja og koma því í gegn fyrir þinglok. Hann væri þá að efna eitt kosningaloforðið.Hann gæti gert tilraun með það.Ella trúir honum ekkki nokkur maður.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband