Ekkert gert fyrir þá,sem verst standa meðal aldraðra og öryrkja.6000 börn lifa við fátækt!

 

Í gærkveldi fóru fram eldhúsdagsumræður á alþingi. Það sem mér fannst athyglisvert koma fram í umræðunum var þetta: Ríkisstjórnin hefur vanrækt að gera heilbrigðiskerfið  sambærilegt slíku kerfi á hinum Norðurlöndunum,ríkisstjórnin hefur vanrækt velferðarkerffið; sérstaklega framlög til aldraðra og öryrkja en þeir verst stöddu meðal þeirra búa við fátækramörk,geðheilbrigðisþjónusta við börn hefur verið vanræk, 6000 börn búa við fátækt á Íslandi og ekkert gert til þess að leysa vanda þeirra. Ríkisstjórnin hefur lækkað skattta á þeim efnameiri og sérstaklega á útgerðarmönnum en  hefur skattpínt láglaunafólk og lífeyrisþega.Hún hefur afnumið auðlegðarskatt.Ríkisstjórnin hefur aukið ójöfnuð í landinu og hefur engan áhuga haft á því að auka jöfnuð.Loks þegar þingið er á lokametrunum segja ráðherrarnir að bæta þurfi kjör aldraðra og öryrkja! Þeir eru ekki enn farnir að  efna öll kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá síðustu kosningum 2013.Stærstu loforðin eru óuppfyllt.Samt tala ráðherrarnir eins og þeir geti gefið þeim,sem þeir sviku, ný loforð korteri fyrir kosningar.Það er ekki unnt að taka mark á þeim, sem svíkja kosningaloforðin.

Einstakir þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa slæma samvisku vegna þessara svika.Þeir sjá, að það er verið að níðast á þeim meðal aldraðra og öryrkja sem verst hafa kjörin.En þessir þingmenn hafa samt ekki manndóm í sér til þess að flytja frumvörp eða tillögur um stórhækkun lífeyris aldraðra og öryrkja svo unnt sé að framfleyta sér af þessum lífeyri.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar undirstrikaði það vel í umræðunum, að frv ríkisstjórnarinnar væri ekki að hækka lífeyri neitt hjá þeim,sem verst væru staddir.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir,þingmaður VG lagði einnig mikla áherslu á,að bæta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson

pistlahöfundur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband