Upplausnarástand á Alþingi!Svik á kosningaloforðum innsigluð!

Mjög skrítið ástand hefur verið á Alþingi síðustu daga.Afgreiðsla mála gengur ekkert.Fáir eru í þingsal og aðeins 1-2 frá stjórnarflokkunum.Stjórnarandstaðan hefur gert miklar athugasemdir við þetta ástand,þar eð samkvæmt starfsáætlun alþingis á þinginu að ljúka á morgun.Ríkisstjórnin virðist ekki hafa getað komið sér saman um það hvaða mál hún vilji fá afgreidd fyrir þinglok.Mörg stór mál eru óafgreidd en ljóst,að ekki tekst að afgreiða þau öll fyrir þinglok. Undir slíkum kringumstæðum hefur stjórnarmeirihlutinn orðið að funda með minnihlutanum til þess að ná samkomulagi um þinglok en það hefur ekki verið gert nú.Ólíklegt er,að þinginu ljúki á morgun og líklegt,að það verði framlengt í nokkra daga.

 Engin tillaga eða frumvarp hefur komið fram um að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Ljóst er,að þessa dagana er verið að innsigla svikin á kosningaloforðunum,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum í síðustu kosningum 2013. Leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans hefur verið svikin.En hækka þarf lífeyri um a.m.k. 23% til þess að efna það loforð.Loforðið um að afnema tekjutengingu lífeyris aldraðra hefur einnig verið svikið.Samkvæmt loforðinu átti að afnema skerðingu lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni.Þessi stóru loforð eru svikin en byrjað að gefa ný loforð eins og frambjóðendur hafi enga sómatilfinningu.Nýtt frv. um almannatryggingar bætir ekkert kjör þeirra aldraðra og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyri frá TR og hafa engan lífeyrssjóð.Þeirra lífeyrir hækkar ekki um eina krónu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband