Púað á Bjarna Ben á fundi eldri borgara!

Tímamótafundur Félags eldri borgara í RVk og Gráa hersins var haldinn í Háskólabíói í gærkveldi.Húsfyllir var og mikill hugur í fundarmönnum.Stjórnmálaforingjar sátu fyrir svörum.Þegar Bjarni Ben fór með sína gömlu rullu um það hvað ríkisstjórnin hefði gert mikið fyrir eldri borgara og öryrkja á kjörtímabilinu ofbauð fundarmönnum og þeir púuðu á ráðherrann. Þeir voru greinilega búnir að fá nóg af sviknum loforðum.

Fulltrúar framboðslista fluttu ágætar ræður.Inga Sæland formaður Flokks fólksins vitnaði í síðasta pistil minn á Facebook og á Mbl bloggi og sagði:

Engin tillaga eða frumvarp hefur komið fram um að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Ljóst er,að þessa dagana er verið að innsigla svikin á kosningaloforðunum,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum í síðustu kosningum 2013. Leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans hefur verið svikin.En hækka þarf lífeyri um a.m.k. 23% til þess að efna það loforð.Loforðið um að afnema tekjutengingu lífeyris aldraðra hefur einnig verið svikið.Samkvæmt loforðinu átti að afnema skerðingu lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni.Þessi stóru loforð eru svikin en byrjað að gefa ný loforð eins og frambjóðendur hafi enga sómatilfinningu.Nýtt frv. um almannatryggingar bætir ekkert kjör þeirra aldraðra og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyri frá TR og hafa engan lífeyrssjóð.Þeirra lífeyrir hækkar ekki um eina krónu.

Þarna var ég að ræða um lokadaga þingsins og það hvort efna ætti loforðin við eldri borgara og öryrkja.

Jón ValurJensson ræðumaður Þjóðfylkingarinnar vitnaði einnig í mig og sagði,að hækka þyrfti lífeyri  um 56 þúsund krónur á mánuði til þess að efna loforðið frá síðustu kosningum um að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans en ég hef einmitt hamrað á því og bent á,að þessi hækkun væri lágmark

Fulltrúar Samfylkingar,Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og  fulltrúi VG,Katrín Jakobsdóttir voru mjög skeleggar og ákveðnar í að hækka yrði lægsta lífeyrinn,þe. hjá þeim sem ekkert hefðu nema lífeyri frá almannatryggingum.Ella væri ekki unnt að afgreiða frv ríkisstjórnarinnar.Sigríður Ingibjörg sagði,að hækka yrði lífeyrinn í 300 þúsund á mánuði.Það væri lágmark.Katrín var á svipuðum nótum.Einnig sögðu þær að draga urði úr skerðingum. Fleiri ræðumenn tóku undir að 300 þúsund á mánuði  væri lágmark.

Bjarni Benediktsson var á undanhaldi á fundinum og viðurkenndi að hækka þyrfti lægsta lífeyrinn og draga úr skerðingum. En hver trúir slíkum yfirlýsingum manns sem er ber að því að hafa svikið stærstu kosningaloforðin frá síðustu kosningum.Enginn.

 

Björgvin Guðmundsson

pistlahöfundur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband