Er í lagi, að " fáir" eldri borgarar búi við slæm kjör?

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var í slæmri stöðu á fundi eldri borgara í gærkveldi enda átti hann slæman málstað að verja.Hann var í vörn allan tímann. Hann greip til gamalkunnugs ráðs hægri stjórnarinnar: Að gefa til kynna,að fáir eldri borgarar byggju við slæm kjör.Eygló hefur notað þetta ráð líka. Bjarni spurði allt í einu á fundinum: Hvað eru margir hér,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum? Ósmekkleg spurning. Ráðherrar hægri stjórnarinnar athuga ekki,að kjörin hjá þeim,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum eru svo slæm,að þeir sem búa þannig við fátæktarmörk veigra sér við að fara á mannamót.Maður,sem hefur ekki nóg að borða eða verður að neita sér um að fara til læknis vegna peningaleysi er ekki í skapi til þess að rjúka á fund. En þetta er nokkuð sem silfurskeiðungar skilja ekki.186 þúsund krónur á mánuði eftir skatt sem Bjarni og rikisstjórnin skammtar eldri borgurum,sem eru í hjónabandi og sambúð er honum og stjórninni allri til skammar.Og sama er að segja um 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt fyrir einhleypinga.Það lifir enginn eðlilegu lífi af þessari hungurlús. Von er,að Bjarni og aðrir ráðherrar hægri stjórnarinnar séu hrifnir af afrekum sínum í kjaramálum aldraðra og öryrkja!


PS. Karl Garðarsson segir,að 9000 búi við slæm kjör.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband