Þing og ríkisstjórn fallin á tíma!

Undanfarið hefur ríkisstjórn og þingmeirihluti sýnt þinginu algera lítilsvirðingu.Ráðherrar hafa ekki látið sjá sig í þingsölum.Þeir hafa verið í kosningabaráttu og verið á fundum úti í bæ.Og hið sama hefur verið að segja um stjórnarmeirihlutann.En í stað þess að viðurkenna að þing og stjórn eru fallin á tíma hafa þessir aðilar neitað að horfast í augu við staðreyndir og reyna að hanga á völdunum eftir að þau eru töpuð.Stjórnin hefur ekki getað komið sér saman um hvaða mál hún vill fá afgreidd á þingi áður en þingið hættir.Þingi átti samkvæmt starfsáætlun að ljúka í gær,29.september.Það verður þingfundur á mánudag. En í stað þess að leggja fram nýja starfsáætlun  svarar þingforseti engu um framhaldið. Hann getur engu svarað.Því hann ræður engu.Það er ríkisstjórnin sem stjórnar þinginu og því er framkvæmdavald og löggjafarþing ekki aðskilið eins og menn eru alltaf að telja sér trú um.Þingmenn reyna oft að telja sér trú um að þingið sé sjálfstætt og hafi völd. En það er misskilningur. Ríkisstjórnin ræður öllu og kúgar þingið,ef það vill.Og það er einmitt það,sem er að gerast nú.Ríkisstjórnin ákvað sjálf að stytta þingið en stjórnin gerði það með hundshaus og hefur aldrei verið sátt við það. En tíminn er útrunninn og stjórnin verður að sætta sig við það. Það er ekki aðeins lítilsvirðing við þingið að halda svona áfram heldur einnig lítilsvirðing á lýðræðinu ,þar eð það er verið að gera frambjóðendum erfitt fyrir að undirbúa kosningar með því að teygja þingið meira en eðlilegt getur talist.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband