Minni hækkun aldraðra nú en í kreppunni!

Stjórnarflokkarnir reka nú þann áróður að þeir hafi bætt kjör aldraðra  meira en svo áratugum skipti.Þetta er lygaáróður.Í fyrsta lagi er lífeyrir ekki farinn að hækka um eina krónu enn vegna nýrra laga ríkisstjórnarinnar.Í öðru lagi er þetta alger hungurlús,sem hækka á um::Hjá hjónafólki sem einungis hefur lífeyri frá TR hækkar lífeyrir 2017 um 10 þúsund krónur eftir skatt,fer í 195 þúsund á mánuði eftir skatt.Bjarni mundi víst lifa lengi á þeirri upphæð.Hjá einhleypum hækkar lífeyrir þeirra sem eru í sömu stöðu um 20 þúsund á manuði,fer í 227 þúsund á mánuði eftiir skatt.Þingmenn og ráðherrar mundu víst lifa lengi á  því.Þessi hungurlús,sem lífeyrir hjónafólks hækkar um  er ekki nema 5%hækkun eftir skatt.Þetta kalla stjórnarherrarnir mestu hækkun áratugum saman. Er þessum mönnum ekki sjálfrátt. Eða geta þeir aldrei sagt satt orð. jafnvel á kreppuárunum,.þegar landið var að verða gjaldþrota hækkaði lífeyrir miklu meirra en um áramótin 2008/2009 hækkaði hann um 20% hjá þeim,sem höfðu aðeins lífeyri TR. Hvar er góðærið. Það er ekki hjá öldruðm og öryrkjum

 

Björgvin Guðmundsson

 
 
  1.  
     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband