Aldraðir eiga að fá 195 þúsund á mán. um áramót!! Ekki unnt að lifa af þeirri hungurlús!

Árið 2015 voru meðallaun vinnandi stétta í landinu 612 þúsund kr á mánuði.Neyslukönnun Hagstofunnar segir,að meðaltalsútgjöld einhleypinga séu 321 þúsund á mánuði.Það er án skatta.Fyrir skatt samsvarar það 400 þúsund á mánuði.En ríkisstjórnin  skammtar öldruðunm 185  þúsund krónur á mánuði eftir skatt,til þeirra,sem eru í hjónabandi eða sambúð og ætlar fyrir náð og miskunn að hækka það um næstu áramót í 195 þúsund á mánuði!5% hækkun.Hér er átt við þá sem hafa einungis lífeyri frá TR. Ráðherrarnr segja,að þetta verði mesta hækkun í marga áratugi.Ég hef sýnt fram á,að það er lygaáróður.En hvernig dettur þessum mönnum í hug að skammta öldruðum 195 þúsund krónur á mánuði,þegar meðalaun í landinu eru yfir 600 þúsund krónur og þeir eru sjálfir með yfir 1 milljón á mánuði.Það er margbúið að sýna sig ,að ´það er ekki unnt að lifa af þessari hungurlús.Einhver útgjöld verða útundan,læknishjáp,lyfjakaup eða jafnvel matur í vissum tilvikum.Lífsgæði þeirra,sem fá þessa hungurlús eru miklu verri en annarra i þjóðfélaginu.Þeir geta t.d. ekki rekið bíl og  ekki tölvu.Það er algert lágmark að miða við neyslukönnun Hagstofunnar og hækka lífeyrinn í rúmar 300 þúsund eftir skatt.Ísland hefur efni á því í dag að veita eldri borgurum og öryrkjum sómasamleg lífskjör.Það er brot á mannréttindum að halda kjörum lífeyrisþega svona niðri.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér pistilinn Björgvin.

Þorsteinn Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband