Hvern á að kjósa í þingkosningunum?

Nú eru 5 dagar til þingkosninganna.Ég geri mér vonir um,að þær leiði til þess,að við fáum nýja ríkisstjórn,sem hugsi betur um hag aldraðra og öryrkja,en sú stjórn sem setið hefur frá 2013 og situr enn.Að mínu mati hafa stjórnarflokkarnir,Framsókn og Sjálfstæðisflokkurnn, dæmt sig frá því að taka þátt í nýrri ríkisstjórn vegna svika á kosningaloforðum frá 2013 við aldraða og öryrkja.

Félag eldri borgara í Reykjavík hefur tekið saman yfirlit yfir stefnu stjórnarandstöðuflokkanna í málefnum aldraðra og öryrkja.Yfirlitið fer hér á eftir:

S-listi Samfylkingin.Það verður að hækka lágmarksgreiðslur í almannatryggingakerfinu í takt við það,sem almennt gerist á vinnumarkaði.Höfuðáherslur:Lágmarksgreiðslur verði ekki lægri en 300.000 á mánuði.Afturvirkar hækkanir frá 1.mai(6 mánuði til baka).Sveigjanleg starfslok.Skiljanlegra almannatryggingakerfi.

P-listi Píratar. Afnemum tekjuskerðingar.Afnemum öll skilyrði á borð við fyrirkomulag búsetuforms,hjúskaparstöðu,tekjuskerðingar,tekjutenging-

ar og tímamörk ´lífeyrisbóta og innleiðum þess í stað viðmiðunarfjárhæð,sem telst nægjanleg til framfærslu og mannsæmandi lífs.Heimila skal tekjur meðfram bótum án þess að vera refsað fyrir það.Allir hafi rétt á að bæta aðstæður sínar með eigin athafnasemi.

V-listi Vinstri hreyfingar grænt framboð.Til þess að koma til móts við fjölbreyttar þarfir þessa hóps  þarf fjölbreyttar aðgerðir en þó eru fjórar mikilvægastar til að tryggja samfélagsþátttöku og að eldra fólk eigi þess kost að lifa með reisn.Bæta þarf kjör eldra fólks með  því að hækka lífeyri.Hann fylgi launaþróun og tryggja að engin sé lengur undir fátæktarmörkum.Hækka þarf skattleysismörk ellilífeyris og draga úr tekjutengingum með jöfnuð að leiðarljósi. Sveigjanleg starfslok.Samstarf þarf við vinnumarkaðinn í þvi skyni að gera gangskör að auknum möguleikum á hlutastörfum og sveigjanlegum starfslokum.

A- Björt framtíð leggur ríka áherslu á,að elli-og örorkulífeyrir dugi til framfærslu.Það er með öllu óásættanlegt,að það öryggisnet sem almannatryggingakerfið á að tryggja skuli ekki grípa þá sem verst standa hvort sem það eru ellilífeyrisþegar eða öryrkjar og úr því þarf að bæta strax.Uppbygging heimaþjónustu er eitt af baráttumálum Bjartrar framtíðar og er einn lykilþátturinn í því að bæta lifsgæði aldraðra og draga úr þörf einstaklinganna fyrir dýrari og flóknari úrræði.

Birt verður stefna fleiri framboða síðar.

Það er erfitt fyrir marga að ákveða hvað þeir eigi að kjósa.En ég tel,að núverandi stjórnarflokkar hafi dæmt sig úr leik. Þeir hafa svikið öll veigamestu loforðin,sem .þeir gáfu lífeyrisþegum 2013 og því er ekkert að treysta á ný loforð þeirra. Ég treysti ekkert á þau og ég tel,að þau séu sett fram til þess að blekkja kjósendur.

Björgvin Guðmundsson 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband