Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði 300 þúsund eftir skatt.

 

Nú þegar hillir undir, að  lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í 300 þúsund kr á mánuði fyrir skatt,þó   ekki fyrr en 2018, er tímabært að huga að því hvort þetta sé nóg fyrir framfærslu og sómasamlegu lífi.Þegar verkalýðshreyfingin setti fram kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun töldu atvinnurekendur þetta fráleita kröfu , hún væri svo há.En það er komið i ljós,að 300 þúsund kr fyrir skatt er hvegi nærri nóg fyrir sómasamlegu lífi.Þetta eru ekki nema 240 þúsund kr,eftir skatt.En frá því þessi krafa var sett fram hefur húsaleiga stórhækkað og er nú svo komið að, engin leið er að fá sæmilega íbúð á leigu á stór- Reykjavíkursvæðinu fyrirt minna en 180-200 þúsund á mánuði.Það er þá lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum.Húsaleiga hefur rokið upp m.a. vegna mikils ferðamannastraums. Meirihluti þeirra lífeyrisþega,sem verst eru staddir, búa  í leiguhúsnæði.

 Meðalaun í landinu voru rúmar 600 þúsund kr á mánuði 2015 .Og meðaltalsneysla   einhleypinga  er 321 þúsunmd kr á mánuði eftir skatt.Samkvæmt þessum tölum er ljóst,að  300 þúsund kr á mánuði fyrir skatt er orðið meira en úrelt löngu áður en það kemur til framkvæmda.Nú er tækifæri til þess að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja myndarlega svo mannsbragur sé að.Aldraðir og öryrkjar eiga ekki að þurfa að velta hverri krónu fyrir sér.Þeir eiga að geta lifað með reisn.Það eru nógir peningar í íslensku þjóðfélagi í dag.Íslenska ríklið fær miklar tekjur af erlendum ferðamönnum og sjávaraútvegurinn malar gull en eigandi sjávarauðlindarinnar,þjóðin, fær  hvergi nærri eðlilegan arð af auðlindinni.Því verður að breyta.Nokkrir  útvaldir eiga ekki að stórgræða á auðlind þjóðarinnar án þess að hún fái eðlilegt afgjald fyrir notkunina.

Jafnfram því,sem lífeyrir verði hækkaður meira þarf að afnema eða lækka verulega virðisaukaskatt af lyfjum.Það er hvergi í  Evrópu eins hár virðisaukaskattur af lyfjum og hér. Því verður að breyta. Slík breyting væri mikil kjarabót fyrir aldraðra og öryrkja. Auk þess ætti að hafa lífeyrinn skattfrjálsan. Þannig er það í Noregi. Það er óeðlilegt,að ríkið taki til baka með annarri hendinni það sem það hefur látið með hinni.Það er mikið verk að vinna að bæta lífskjör og aðstöðu lífeyrisþega hér á landi.Nú er tækifærið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband