Hætta verður að pukrast með launin; birta þau

Árið 1961 samþykkti alþingi lög um sömu laun karla og kvenna fyrir sömu vinnu eftir langa baráttu Alþýðuflokksins fyrir málinu.Það er því lögbundið,að laun eigi að vera þau sömu fyrir bæði kynin fyrir sömu vinnu en hvers vegna er ekki farið eftir lögunum? Ég tel,að skýringin sé sú,að það ríkir launaleynd.Á vinnustöðum vita konur ekki nákvæmlega hvað karlar,sem gegna sömu störfum, hafa í laun.Það er opinbert leyndarmál að karlarnir eru yfirleitt alltaf hærra launaðir og sérstaklega í yfirmannsstörfum.Launaleyndin er óþolandi.Það er alltaf verið að pukrast með launin.Það stafar af því að forstjórarnir vilja alltaf vera að hygla ákveðnum starfsmönnum með launahækkunun en það má enginn vita af því. Þessu verður að linna. Það verður að birta öll laun.Þau eiga að vera opinber og þá geta konur alltaf séð hvað karlarnir hafa í laun.Það verður að setja ákvæði um þetta í lög og há viðurlög við því ef út af er brugðið. Það þýðir ekkert að taka með vettlingatökum  á þessu. Ef það heldur áfram næst aldrei launajöfnuður.Fram til þessa hefur hið opinbera lokað augunum fyrir þessum lögbrotum. En það verður að breytast hér og nú.Krafan er alger launajöfnuður karla og kvenna fyrir sömu vinnu.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband