Aldraðir hækka um 5-10%! 10-20 þúsund kr.Ráðherrar hækkuðu um milljón

Talsverðar umræður eru um nýju lögin um almannatryggungar.Reynt er að fegra útkomu lífeyrisþega með því að tala um  hvernig þetta komi út fyrir skatt en  það gefur raunhæfari mynd að líta á útkomuna eftir skatt.Eftir skatt er útkoman þessi:(Hafa ekki lífeyrissjóð)

Í dag fær eldri borgari í hjónabandi eða sambúð 185 þúsund kr   á mánuði. Það fer upp í 195 þúsund kr á mánuði um áramót, hækkar um 10 þúsund kr eða um 5%. Einhleypur eldri borgari fær 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Hann fer upp í 227 þúsund kr á mánuði eftir skatt eða hækkar um 20 þúsund  kr á mánuði eða um 9%.Tölurnar eru  hærri fyrir skatt. En eldri borgarar og öryrkjar,sem eru að berjast við að láta enda ná saman hafa ekkert gagn af útkomunni fyrir skatt.

Margir eldri borgarar hafa skýrt frá reynslu sinni af ráðagerðum rïkisstjórnarinnar um breytingar á almannatryggingum. Ég hef sagt frá reynslu nokkurra þeirra og hún hefur yfirleitt verið á þann veg,að lífeyrir lækkar hjá þeim við lögfestingu nýju laganna.Þannig sagði eldri borgari í Höfn í Hornafirði frá því að vegna nýju laganna mundi tímakaup hans eftir skerðingar og skatta  lækka í 250 kr á tímann.Hann kvaðst ekki ætla að vinna à svo làgu kaupi.Frá þessu var skýrt á Bylgjunni.

En enda þótt eldri borgarar sjálfir hafi þessa sögu að segja er frásögn ráðherranna á annan veg.Þeir telja um stórfelldar hækkanir og met kjarabætur að ræða!! Þannig kemst Bjarni Ben.upp í 90 þúsund króna tekjuhækkun  á mánuði hjá vissum öldruðum, sem hafi viðbótartekjur.Mér sýnist ekki vera tekið tillit til þess i samanburðinum, að  109 þúsund kr frítekjumark er í gildi vegna atvinnutekna.En það lækkar i 25 þús kr á mánuði samkvæmt nýjum lögunm.Við það versnar aðstaða eldri borgara,sem vilja vinna.Það er ekki verið að greiða fyrir því,að eldri borgarar geti verið á vinnumarkaðnum

10-20 þús kr. hækkun hrekkur skammt.Ráðherrarnir fengu tæpa milljón í afturvirka hækkun í fyrra!!

 

Björgvin Guðmundsson


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband