Ríkisstjórnin gefur okkur það,sem við eigum!

Ríkisstjórnin ætlar að hækka lífeyri aldraðra í hjónbabandi eða  sambúð um 5% eða í 195 þúsund kr á mánuði eftir skatt 2017. (Hafa ekki lífeyrissjóð).Þetta er stórmannlegt,mesta hækkun um langt ábil,segir ríkisstjórnin! En vegna þess, að ríkisstjórnin gerir sér ljóst,að 5% er ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, greip hún til þess ráðs að lofa öldruðum líka að gefa þeim til baka það sem þeir eiga,þ.e. lífeyri úr lífeyrissjóðum.Ríkið,gegnum Tryggingastofnun ríkisins hefur " tekið ófrjálsri hendi" stórar upphæðir úr lífeyrissjóðum eldri borgara,þ.e.lífeyrir eldri borgara hjá Tryggingastofnun hefur verið skertur stórlega vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og það jafngildir að mínu mati eignaupptöku úr lífeyrssjóðunum.Nú ætlar ríkisstjórnin að draga úr skerðingum.Það kalla ég að gefa okkur það,sem við eigum.En það á ekki að draga úr skerðingum.Það á að afnema skerðingar alveg eins og Bjarni Benediktsson lofaði fyrir síðustu kosningar en hefur svikið.Eldri borgarar eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og hann á ekki að valda neinni skerðingu.Það var ekki gert ráð fyrir því,þegar lífeyrissjóðir voru stofnaðir,að þeir mundu valda skerðingu.Þeir áttu að vera viðbót við almannatryggingar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband