Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?

Það vakti mikla athygli,þegar forseti Íslands ákvað að veita engum einum umboð til stjórnarmyndunar eftir að Katrín Jakobsdóttir skilaði umboðinu.Forseti veitti stærsta flokknum fyrst umboðið,síðan þeim næststærsta og þá var röðin komin að Pirötum,þriðja stærsta flokknum.En það féll ekki í kramið hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsókn og raunar heldur ekki hjá Viðreisn.Þessir flokkar munu örugglega hafa talað gegn því við forsetann,að Piratar fengju umboðið.Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru ennþá í stjórn,starfsstjórn .Þá  vantar bara góða hækju og hún er innan seilingar.Það er nærtækast fyrir Bjarna Ben að kippa frænda sínum,Benedikt, inn í stjórnina og þá er þetta komið.Það vakti athygli,þegar forseti Íslands sagði við fjölmiðla,að hann teldi að unnt yrði að mynda stjórn mjög fljótlega; er líklegt,að hann hafi haft eitthvað fyrir sér í því.Sennilega hefur Bjarni Ben sagt forseta,að hann gæti myndað stjórn á nokkrum dögum ( Með Framsókn og Viðreisn).Benedikt formaður Viðreisnar lýsti því margoft yfir,að hann ætlaði ekki að verða 3.hjól undir núverand ríkisstjórn og hann endurtók þessa yfirlýsingu eftir kosningar.En margir töldu,að hún mundi ekki gilda lengi.Og málefni mundu ekki lengi standa í veginum.Ráðherrastólarnir yrðu mikilvægari í augum Viðreisnar þegar til kastanna kæmi.

Viðreisn fær engar umbætur í landbúnaðar-eða sjávarútvegsmálum í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn; fær kannski loðna yfirlýsingu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB ( aðildarviðræður),sem fram færi einhvern tímann á kjörtímabilinu.Ég spái því,að Viðreisn verði strax eins og gömlu flokkarnir,svíki öll kosningaloforðin strax. Viðreisn sleit viðræðum um 5 flokka stjórn áður en upp úr málefnum hafði slitnað.Benedikt þóttu viðræðurnar ganga of vel.Hann óttaðist,að samkomulag næðist.Þetta átti bara að vera leikrit.Hann sagði þess vegna: Ég hef ekki trú á þessu.Og gékk út.

Mín kennning er þessi: Það var alltaf meining Bjarna og Benedikts að mynda stjórn saman. Það þurfti aðeins að setja á svið leikrit áður til þess að kjósendur sæju ekki að Viðreisn hlypi beint í fangið á Sjálfstæðisflokknum.Nú er leikritinu lokið og þá er unnt að koma stjórninni á koppinn: Sömu stjórn og áður með Viðreisn sem hækju.Viðræður Viðreisnar við fjórflokkinn voru því aðeins til málamynda.Þær áttu ekki að takast!

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband