Nær 300 á biðlista eftir hjúkrunarheimili!

 

Tæplega 300  eldri borgarar bíða eftir rými  á hjúkrunarheimili samkvæmt skýrslu,sem heilbrigðisráðherra lagði fram eftir að að Erna Indriðadóttir óskaði eftir slíkri skýrslu, þegar hún var varaþingmaður Samfylkingarinnar.Þetta er svipaður biðlisti og hefur verið um langt skeið.Það ríkir með öðrum orðum ófremdarástand í þessu efnii auk þess sem hjúrunarheimilin sjálf búa við undirmönnun og fjárrsvelti eins og ég tók fram hér áður.Biðin eftir rými á hjúkrunarheimili er misjafnlega mikil eftir svæðum.Lengst er biðin eftir rými á  Suðurnesjum en þar er hún 138 dagar.

Það er mjög slæmt,að biðin eftir hjúkrunarheimili skuli vera þetta löng.Það þýðir,að í mörgum tilvikum eru sjúklingar orðnir of veikir,þegar þeir fá loks hjúkrunarrými.Best er að þeir fái hjúkrunarrými á meðan þeir geta farið allra sinna ferða..Þá njóta þeir betur vistarinnar á hjúkrunarheimilinu.- Nýlega var lögð fram áætlun um byggingu hjúkrunarheimila næstu 3 árin.Samkvæmt henni á,að byggja 3 ný heimili,á því  timabili,2 i Reykjavík og 1 á Suðurrlandi. Þetta er alltof lítið.Eldri borgarar höfðu gert sér vonir um að lögð yrði fram langtímaáætlun og skipulögð bygging margra hjúkrunarheimila  á  næstu árum.En það varð ekki

Björgvin Guðmundsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband