Aldraðir slegnir út af vinnumarkaðnum!

 

 

 

Undanfarið hef ég rætt um  það hvernig lífeyrir aldraðra og öryrkja muni breytast um næstu áramót, eftir skatt.Ég tel það skipta mestu máli hvað lífeyrisfólk fær útborgað en ekki hver upphæðin er fyrir skatt.En lítum á þær tölur einnig:

1.janúar 2017 verður lífeyrir þeirra, sem eru i hjónbandi eða sambúð 227 þúsund kr fyrir skatt,195 þúsund kr eftir skatt.Sambærilegar upphæðir fyrir einhleypa eru þessar: Fyrir skatt 280 þúsund kr,eftir skatt 227 þúsund kr. Þessar tölur eru ekki til þess að hrópa hátt húrra fyrir.Hér er átt við þá,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum, en engan lífeyrissjóð.

Um áramótin tekur einnig gildi aukin skerðing tryggingalífeyris vegna atvinnutekna. Frítekjumark lækkar þá úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund kr á mánuði. Það var mikið gagnrýnt, að ríkisstjórn Jóhönnu skyldi lækka frítekjumarkið vegna atvinnutekna úr 109 þúsund krónum í 40 þúsund á mánuði í kreppunni en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins bætir mjög um betur og lækkar frítekjumarkið í 25 þúsund kr í góðæri. Og ekki nóg með það: Þetta 25 þúsund króna frítekjumark er ekki bara fyrir atvinnutekjur heldur fyrir allar tekjur sameiginlega en það þýðir, að ef  eldri borgari  hefur fjármagnstekjur eða aðrar tekjur  áður en hann hefur atvinnutekjur getur hann verið búinn að ráðstafa fritekjumarkinu áður en til atvinnutekna kemur og þá skerðist tryggingalífeyrir hans um hverja krónur sem eldri borgarinn aflar í atvinnutekjur. Þannig stuðlar fráfarandi  ríkisstjórn að aukinni atvinnuþátttku eldri borgara! Aldraðir eru algerlega slegnir út af vinnumarkaðnum! Það er greinilega ætlast til,að þeir hætti að vinna um leið og þeir verða 67 ára!En sem betur fer eru sumir þá fullfrískir og geta unnið lengur.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband