Öryrkjum haldið við fátæktarmörk og refsað!

.

 

Eitt helsta markmið nýrra laga um almannatryggingar var að afnema krónu á móti krónu skerðingu almannatrygginga vegna atvinnutekna eða annarra tekna aldraðra og öryrkja.Þessi breyting náði fram að ganga gagnvart öldruðum en ekki gagnvart öryrkjum.Hvers vegna ekki? Jú,fráfarandi ríkisstjórn ákvað að "refsa" öryrkjum,þar eð þeir sáu sér ekki fært að samþykkja tillögu félagsmálaráðherra um starfsgetumat.Það er því þannig í lögunum,sem samþykkt voru á lokadegi þingsins fyrir kosningar,að ef öryrki hefur nokkrar krónur í atvinnutekjur, t.d. 10 þúsund krónur þá er lífeyrir öryrkjans hjá almannatryggingum skertur um 10 þúsund krónur.Það er refsingun fyrir að gegna ekki félagsmálaráðherra og ríkisstjórninni. Þetta er að sjálfsögðu klárt mannréttindabrot og fáheyrt.Maður gæti haldið,að þetta væri í Sovetríkjunum gömlu en ekki á Íslandi!

Öryrkjar fá 7,1% hækkun á lífeyri sínum um næstu áramót.Það er hungurlúsin sem þeir öryrkjar fá,sem eru í hjónabandi eða sambúð.Þeir fá 195 þúsund eftir skatt eins og eldri borgarar og þeir fá 227 þús fyrir skatt.Þetta eru öll ósköpin.Það er ekki nóg,að öryrkjar búi við sína örorku,sem getur verið af margvíslegum toga,heldur þurfa stjórnvöld stöðugt að halda þeim við fátæktarmörk þó hér eigi að heita að sé góðæri og nógir peningar séu til i þjóðfélaginu.

 

Björgvin Guðmundssin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband