Á að verðlauna Sjálfstæðisflokkinn fyrir svikin?

Eftir að forseti Íslands gaf stjórnmálaforingjunum lausan tauminn og sagði,að hann ætlaði ekki að gefa neinum einum umboð til stjórnarmyndunar heldur mættu allir reyna,hefur Bjarni Benediktsson verið önnum kafinn að reyna að mynda stjórn.Fyrst  reyndi hann aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð en það gekk ekki betur en áður.Viðreisn hefur séð,að það er enn verra að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokkinn  um sjávarútvegsmál og Evrópumál en við 4-flokkinn,sem vildi mynda 5-flokka stjórn með Viðreisn.Engin skýring hefur fengist á þvi hvers vegna Viðreisn hljóp frá 4-flokknum áður en nokkur málefnaágreiningur hafði komið upp.Ef til þurfti Benedikt að efna loforð við Bjarna Benediktsson.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú óskað eftir óformlegum viðræðum við Vinstri græna um stjórnarmyndun.Bjarni vill ólmur komast í stjórn með Katrínu og fá einhvern þriðja flokk með.Ég hef ekkki trú á,að það fáist einhverjar umbætur í skattmálum,sjávarútvegsmálum eða landbúnaðarmálum með Sjálfstæðisflokknum.Flokkurinn er á móti öllu þar.Helst geta flokkarnir orðið sammála um að gera ekki neitt í málefnum ESB.VG vill jöfnuð í skattamálum  en Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta á þeim efnameiri.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik loforðin sem hann gaf öldruðum og öryrkjum 2013,fyrir kosningar, ( að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar) og hann sveik einnig loforð Bjarna um að afnema tekjutengingu lífeyris aldraðra hjá TR.VG á ekki að verðlauna Sjálfstæðisflokkinn fyrir þau svik með því að lyfta honum í ríkisstjórn.Sjálfstæðisflokkurinn á að vera utan ríkisstjórnar vegna þessara svika og vegna Panamaskjalanna.Það er lágmarks refsing.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband