Réttlætið:Þingmenn tvöföld laun; aldraðir enga hækkun strax

Í dag 1.desember á fullveldisdaginn er einn mánuður þar til aldraðir og öryrkjar eiga að fá greidda hungurlúsina,sem þeir munu fá í hækkun samkvæmt nýjum lögum um almannatryggingar.Ráðherrarnir fengu hins vegar sína hækkun strax og hún var tilkynnt.Og nýir þingmenn fá tvöfold laun greidd í dag þó þeir séu ekki byrjaðir að vinna!Þetta er réttlætið á Íslandi í dag.

Það hvarflaði ekki að fráfarandi ríkistjórn eða alþingi að láta hækkun til aldraðra og öryrkja taka gildi strax eins og hækkanir til embættismanna og stjórnmálamanna.Nei,það þurfti að undirtrika rækilega að það búa tvær þjóðir í,þessu landi: Forréttindastétt og hinir,verkafólk,aldraðir og öryrkjar.Þetta var eins fyrir rúmu ári; þá felldi alþingi að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar hækkanr fyrir jól þó aðrar stéttir fengju slíkar hækkanir og þar á meðal ráðherrar og þingmenn.Alþingi og ríkisstjórn taldi ekki að aldraðir og öryrkjar þyrftu neina hækkun fyrir jól í fyrra og það var eins nú!

Aldraðir og öryrkjar í hjónabandi eða sambúð eiga að fá sínar 10 þúsund krónur í hækkun eftir skatt 1.janúar 2017.Ríkiskassinn hefði ekki þolað að greiða þá hækkun út strax ofan á hækkun til ráðherra og þingmanna!Og einhleypir eigs að fá 20 þúsund króna hækkun eftir skatt 1.jan. 2017.Ríkisstjórnin ákvað að mismuna þeim sem eru einhleypir og þeim,sem búa með öðrum.Þess vegna eiga þeir,sem eru  í sambúð að fá minni hækkun.Engin skýring hefur fengist á því háttalagi.Þetta eru þær hækkanir,sem ég kalla hungurlús.Á sama tíma og raunar strax hækka laun þingmanna  í 1100 þús fyrir skatt og laun ráðherra í 2 millj. fyrir skatt.Það er siðlaust.Hækkun þingmanna er 44% en kennarar eiga að fá 11% hækkun í tvennu lagi!!.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Gestsson

við kjósum þetta yfir okkur, líka liðið sem er í forsvari fyrir eldri borgara og finnst bara fínt að leggja niður ellilífeyri !!

Snorri Gestsson, 3.12.2016 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband