Gróf mannréttindabrot á öryrkjum!

Lífeyrisþegi hringdi í Tryggingastofnun og spurði um frítekjumark  vegna atvinnutekna.Svarið var: 109 þúsund kr á mánuði.En það vantaði í svarið,að þetta frítekjumark gildir aðeins til áramóta( í einn mánuð).En þá tekur gildi nýtt frítekjumark,kr. 25000 kr. á mánuði.En það frítekjumark gildir ekki aðeins fyrir atvinnutekjur,heldur fyrir allar tekjur.Þannig,að ef hann hefur aðrar tekjur,lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur er ekki víst,að  hann megi vinna fyrir neinum atvinnutekjum án skerðingar.

Lækkun á frítekjumarki gildir fyrir aldraða en ekki fyrir öryrkja.

Krónu á móti krónu skerðingin gildir  áfram gagnvart öryrkjum enda þótt hún verði afnumin gagnvart öldruðum  samkvæmt nýju lögunum.Það þýðir að lífeyrir öryrkja hjá TR,framfærsluviðmið, verður skert  jafnmikið og atvinnutekjur öryrkja eða aðrar tekjur þeirra .Þannig verður öryrkjum mismunað miðað við aldraða.Það er gróft mannréttindabrot.Þannig verða nýju lögin,sem stjórnvöld og fleiri hafa dásamað svo mjög. Það er ekki nóg með að lægsti lífeyrir öryrkja eigi að hækka um áramót um algera hungurlús,heldur á að koma í veg fyrir,að öryrkjar geti unnið sér inn nokkrar krónur.Ef þeir gera það mun Tryggingastofnun rífa af þeim háa upphæð á móti.

Og til viðbótar við það sem nú hefur verið rakið á einnig að níðast á þeim öryrkjum,sem eru í hjónabandi eða búa með öðrum.Þeir eiga ekki að fá "jafnmikla" hækkun og einhleypir.Lífeyrir þeirra,sem búa með öðrum á að hækka um 10 þúsund kr á mánuði eftir skatt 2017 en lífeyrir einhleypra hækkar um 20 þúsund kr eftir skatt á sama tíma. Þetta er einnig gróf mismunun og mannréttindabrot af mínu mati.Þetta verður að leiðrétta.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta með frítekjumarkið á ekki við örorkulífeyrisþegana - bara ellilífeyrisþega

Lilja (IP-tala skráð) 3.12.2016 kl. 12:19

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Það er rétt,Lilja.

Kær kveðja

Björgvin Guðmundsson, 3.12.2016 kl. 12:37

3 identicon

 Ef athugasemd Lilju er rétt, af hverju dregur þú ekki pistilinn til baka? Hann er kominn í drefingu á Facebook vegna þessarar fréttar: http://frettastofa.is/ny-log-grof-mannrettindabrot-gegn-oryrkjum-nytt-fritekjumark-kr-25000-kr-a-manudi/

Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 4.12.2016 kl. 09:02

4 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Steindór!

Ég breytti pistlinum hér á blogginu og ég setti leiðréttingu á Facebook í gær.En það voru mörg önnur atriði í pistlinum svo sem um að krónu á móti krónu skerðingin heldist hjá öryrkjum ( veldur kjaraskerðingu) þó hún væri afnumin hja öldruðum og atriðin,sem ég tók fram um mismun á lífeyri einhleypra og giftra eru í fullu gildi.Ekki var því ástæða til að draga pistilinn til baka.Eitt striði af mörgum var rangt.Ég var í góðri trú að sömu reglur giltu bæði fyrir aldraða og öryrja varðandi frítekjumark.

Bestu kveðjur

Björgvon 

Björgvin Guðmundsson, 4.12.2016 kl. 09:45

5 identicon

 Sæll Björgvin. Takk fyrir að bregðast skjótt við. Breytingin á pistlinum hefur ekki skilað sér því enn kemur þar fram að frítekjumark orykja lækki úr 109 niður í 25 þúsund.

Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 4.12.2016 kl. 09:52

6 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll aftur!

Villa var í nafni mínu.Það á að vera Björgvin.Bæti einnig  við einu atriði úr pistli mínum: Lífeyrir á að hækka um algera hungurlús (10 þús kr. eftir skatt hjá giftum og 20 þús kr. eftir skatt hjá einhleypum.Upphæðirnar verða 195 þús kr. eftir skatt og 227 þús eftir skatt,dugar ekki fyrir framfærslu)

BG

Björgvin Guðmundsson, 4.12.2016 kl. 09:57

7 identicon

Það má enn lesa út úr pistlinum að frítekjumark öryrkja lækki niður í 25 þúsund. Ef horft er á titilinn og þessa setningu "En þetta er aðeins hálf sagan.Krónu á móti krónu skerðingin gildir einnig áfram gagnvart öryrkjum enda þótt hún verði afnumin gagnvart öldruðum  samkvæmt nýju lögunum," er það nokkuð skýrt. Orðið lífeyrisþegi á líka við um öryrkja og þannig að það felst í setningunni sem ég vísa í að þú sért að  tala um öryrkja. Þetta verður þú að laga.

Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 4.12.2016 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband