Lífeyrir aldraðra langt undir opinberum neysluviðmiðum!

 

 

 

Harpa Njáls  félagsfræðingur flutti erindi hjá Félagi eldri borgara í Rvk  21.nóvember sl. Hún varpaði fram spurningunni: Dugar lífeyrir almannartrygginga til mannsæmandi lífskjara? Hún svaraði spurningunni neitandi. Hún rakti öll þau neysluviðmið,sem  opinberir  aðilar hafa samið.Hún sagði,að velferðarráðuneytið hefði kynnt þrjú neysluviðmið 2011.Þau eru þessi: Dæmigert viðmið, grunnviðmið og skammtímaviðmið. Það siðastnefnda notar umboðsmaður skuldara í sínum útreikningum og nefnir framfærsluviðmið. Dæmigert viðmið byggist á gagnasafni neyslukannana Hagstofunnar, rannsókn Hagstofu  á útgjöldum heimilanna; sú rannsókn sýni  meðaltalsútgjöld heimila og einhleypinga í landinu.Harpa Njáls segir,að ætla megi, að dæmigert viðmið sé raunhæft viðmið til mannsæmandi lífskjara. Það er í samræmi við þá skoðun, sem ég hef sett fram hér, að neyslukönnun Hagstofunnar sé eðlilegur grundvöllur lífeyris aldraðra og öryrkja frá TR nú, þ.e. 400 þús kr á mánuði fyrir skatt eða 320 þúsund eftir skatt.Það eru allt aðrar tölur en þær sem ríkisstjórnin hefur samþykkt í nýjum lögum um almannatryggingar.En þar er kveðið á um , að lifeyrir skuli vera 227 þúsund kr á mánuði fyrir skatt hjá hjónum og sambúðarfólki en 280 þúsund á mánuði hjá einhleypum 2017  ( 195 þúsund og 227 þúsund á mánuði eftir skatt) Þessi munur, sem er á lífeyrinum eftir þvi hvort aldraður er einhleypur eða býr með öðrum er óeðlilega mikill og hefur ekki verið svona mikill áður. Þarna eru einhverjar kúnstir í gangi hjá ríkisstjórninni. Munurinn á lífeyrinum var áður 34 þúsund krónur en á að vera 53 þúsund kr á mánuði frá áramótum.Það er algerlega óeðlilegt og engin skýring hefur fengist á því tiltæki.Helst má ætla, að ríkisstjórnin sé að spara það að hækka lífeyrinn jafnmikið hjá þeim giftu eins og hjá einhleypum.Þetta er óeðlileg mismunun og spurning hvort hér er ekki um mannréttindabrot að ræða.

En hvernig  má það vera, að ríkisstjórnin skuli láta alþingi samþykkja miklu lægri lifeyri fyrir aldraða en dæmigert viðmið velferðarráðuneytisins og  einnig neyslukönnun Hagstofnnar segir til  um. Ríkisstjórnin samþykkir lífeyri fyrir aldraða, sem er langt undir opinberum neysluviðmiðum velferðarráðuneytis og Hagstofunnar.Það er engu líkara en stjórnvöld séu vísvitandi að ákveða upphæð lífeyris, sem mun halda öldruðum og öryrkjum  áfram við fátæktarmörk.Þar sem þessi neysluviðmið liggja fyrir verður ekki sagt, að ríkisstjórnin hafi ekki vitað hvað væri eðlilegt til sómasamlegrar framfærslu. Það liggur fyrir en samt ákveður  ríkisstjórnin að halda lífeyri aldraðra og öryrkja langt fyrir neðan þessi viðmið.Þetta er hrein skemmdarstarfsemi.Það er ekki unnt að kalla þetta neitt annað.

Björgvin Guðmundsson

pistlahöfundur

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband