Nýtt þing getur leiðrétt lífeyri aldraðra og öryrkja!

 

 

Nýtt alþingi kemur saman í dag.Helmingur þingmanna er nýr svo endurnýjun er mikil.Ég gerði tilraun til þess á  síðasta ári að snúa mér beint til alþingis sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara og fara fram á, að alþingi leiðrétti lífeyri aldraðra og öryrkja, þar eð hann dygði ekki til framfærslu.En þessi tilraun  heppnaðist ekki. Þáverandi forseti alþingis stakk erindinu undir stól.Og enginn flokkur eða  þingmaður tók erindi mitt upp.

Mér kom þetta ekki á óvart.Alþingi er í litlu sambandi við almenning eða þjóðina. Það er helst, að einstakir þingmenn sinni flokkskvabbi og kjördæmakvabbi.Mér dettur í hug að endurtaka þessa tilraun nú, þegar nýtt þing hefur verið kosið og Piratar hafa fengið umboð til þess að mynda ríkisstjórn.Píratar og sérstaklega Birgitta Jónsdóttir hafa viljað auka veg þingsins og völd.Hún vill, að þingið starfi meira sjálfstætt en láti ekki framkvæmdavaldið stjórna sér eins og verið hefur.Það kann því að vera,  að hún mundi taka erindi mínu betur. Það er ef til vill rétt að láta á það reyna.

En er ekki búið að leiðrétta kjörin? Var ekki ákveðið að hækka lífeyri? Því miður er sáralítið gagn í þeirri leiðréttingu.Og engin leiðrétting hefur komið til framkvæmda enn. Öldruðum og öryrkjum var aðeins sagt að fara í reiknivél TR til þess að athuga leiðréttinguna.Það átti að duga þeim. Á meðan embættismenn, þingmenn og ráðherrar fá sínar leiðréttingar greiddar strax og  afturvirkt verður lífeyrisfólk að láta sér nægja reiknivélina!.Þessi vinnubrögð eru óásættanleg,

Lífeyrir giftra aldraðra og öryrkja er enn aðeins 185 þúsund kr á mánuði eftir skatt,þ..e. þeirra,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum. En sambærilegur lífeyrir einhleypra er aðeins 207 þúsund kr á mánuði eftir skatt. Tekur þessi lífeyrir ekki stökk um áramót,þegar leiðréttingin kemur? Nei, það er nú öðru nær.Lífeyrir hækkar í 195 þúsund kr á mánuði efttir skatt, miðað við, að ekki sé um annan  lífeyri að ræða en lífeyri TR.Þetta er skammarlega lágt og engin leið að lifa af þessari fjárhæð.Sama ástand mun því halda  áfram.Þrátt fyrir  þessa litlu hækkun munu margir meðal lífeyrisfólks eftir sem áður þurfa að neita sér um að fara til læknis og sleppa því að leysa úr lyf sín.

Ég vil því skora á alþingi að taka  rögg á sig og leysa lífeyrismál   aldraðra og öryrkja þannig að  þessir aðilar  fái þann lífeyri frá almannatryggingum sem dugar  vel til framfærslu.Ríkisstjórnin hefur brugðist.Í þessu máli treysti ég meira á löggjafarvaldið en framkvæmdavaldið og sérstaklega þar sem nýtt þing er að koma saman.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nýtt Alþingi og ný ríkisstjórn fá í hendur mörg verkefni og sum erfið.

1. Breyta þarf hugarfarinu sem allt verklag stjórnsýslunnar byggir á.

2. Lagfæra í skilgreindum áföngum þær skekkjur í félagslegum ákvörðunum sem mest er aðkallandi að leiðrétta og stórauka framlög ríkisins til brýnustu verkefna.

3. Finna - og gangsetja - fjármögnunarleiðir þar sem auðvelt er að byrja á aukningu aflaheimilda og gjaldtöku fyrir þær ásamt því að gefa handfæraveiðar frjálsar með ábyrgum reglugerðarákvæðum.

4. Skattleggja ferðamannaiðnaðinn svo hann skili nægu fjármagni til uppbyggingar þar sem álag er orðið vandamál.

5. Fullnusta breytta stjórnarskrá á grundvelli stjórnlagaráðs.

Árni Gunnarsson, 6.12.2016 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband