Kerfi ódýrra íbúða í rúst; verð leiguíbúða upp úr öllu vald!

 

 

 

Páll Pétursson,sem var þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins,lagði niður verkamannabústaðakerfið   Alþýðuflokkurinn hafði  komið því á til þess að tryggja verkafólki og láglaunafólki húsnæði á hagstæðu verði.Við aðgerðir Páls Péturssonar varð sala á íbúðum verkamannabústaða frjáls og verðið spenntist upp.Verkamannabústaðir sem ódýrar íbúðir fóru því af markaðnum.Þetta hafði mjög slæm áhrif á markað fyrir ódýrar íbúðir og torveldaði láglaunafólki að eignast  hagstæðar íbúðir.

Ástandið á húsnæðismarkaðnum hefur verið sérstaklega slæmt undanfarin ár.Húsnæðisverð hækkar og hækkar og þar á meðal hækkar leiguverð upp úr öllu valdi.Það hefur verið sérstaklega  erfitt fyrir ungt fólk að eignast nýtt húsnæði.Útborgun er orðin svo há,að ungt fólk ræður ekki við hana.Og það sama gildir um leiguverð.Ungt fólk,sem er að byrja að búa,ræður einnig illa við að greiða  það.Unga fólkið býr því lengur í heimahúsum en áður.

Talsmenn leiguíbúða eru mjög harðorðir út í stjórnvöld vegna þessa ástands.Þeir segja, að ekkert hafi verið gert  að gagni til þess að  bæta þetta ástand.Og rétt er það.Ráðstafanir þær, sem ríkisstjórnin gerði á liðnu kjörtímabili til þess að bæta ástandið á leigumarkaðnum, voru gerðar svo seint á kjörtímabilinu, að þær eru ekki farnar að skila neinum árangri enn.

Það er kaldhæðnislegt, að Framsóknarflokkurinn gekk að verkamannabústaðakerfi,ódýrra íbúða, dauðu og síðan reynir flokkurinn að endurreisa kerfi ódýrra  íbúða. Einkenni ráðstafana Framsóknar í íbúðamálunum var: Of seint og of lítið.Aðgerðir komu alltof seint.

Björgvin Guðmundsson

pistlahöfundur

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband