Skemmdarstarfsemi gagnvart Landspítalanum!

Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans segir,að það vanti 12 milljarða til reksturs Landspítalans,ef fjármagna eigi rekstur,innviði,mannauð og vísindi  á fullnægjandi hátt.Upp í þetta lætur fjármálaráðherra 3,9 milljarða.Páll segir þetta gífurleg vonbrigði.Það verði að skera niður alla þjónustu Landspítalans,ef þetta standi.Framlagið í fjárlagafrumvarpinu rétt dugar fyrir launahækkunum,sem búið er að semja um.

Kári Stefánsson segir,að með þessari afgreiðslu á máli Landspítalans sé fjármálaráðherra að rétta þjóðinni fingurinn.Reka fingurinn framan í þjóðina.Það er varla unnt að kalla þetta neitt annað.Þetta er að mínu mati hrein skemmdarstarfsemi.Það er ekki aðeins verið að hundsa útreikninga og óskir Landspítalans heldur er verið að hundsa óskir allra stjórnmálaflokkanna í kosningabaráttunni en allir flokkar börðust fyrir því í kosningunum að Landspítalinn og heilbrigðiskerfið yrði endurreist.Sjálfstæðisflokkurinn líka.

Hvað gengur Sjálfstæðisflokknum til? Það getur ekki verið nema eitt: Að rústa heillbrigðiskerfið svo flokkurinn geti boðað einkavæðingu þess.Við höfum dæmið um heilsugæsluna.Það var ekki árum saman unnt að láta krónu í að rétta við hinar opinberu heilsugæslustöðvar.Síðan kom spekingur frá Svíþjóð,sem hafði séð einkareknar heilsugæslustöðvvar þar.Og þá gat Kristján Þór heilbrigðisráðherra allt í einu sett peninga í nýjar heilsugæslustöðvar; þær urðu að vera einkareknar en ríkið á að borga!Skrítinn einkarekstur það.Það verður að stöðva þessa skemmdarstarfsemi í heilbrigðiskerfinu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband