Aukagreiðsla þingmanna hærri en mánaðarlaun aldraðra og öryrkja! Alþingi brást!

 

 

 

Nær þriðjungur þingmanna getur fengið 265 þúsund krónur í fastar greiðslur ofan á þingfararkaup sitt samkvæmt reglum Alþingis.

Mikið hefur verið rætt um miklar launahækkanir alþingismanna,ráðherra og embættismanna, sem kjararáð ákvað sl haust.Laun þingmanna hækkuðu þá um 44% og föst laun þingmanna hækkuðu i 1100 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. En þar með er  ekki nema hálf sagan sögð um laun þingmanna.Með öllum aukagreiðslum geta laun þingmanna,sem sitja sem formenn nefnda og eiga lögheimili út á landi,farið í 2 milljónir á mánuði og rúmlega það. Árið  2015 hafði 1/3 hluti þingmanna 265 þúsund króna aukagreiðslur á mánuði vegna húsnæðisuppóta, ferðakostnaðar og starfskostnaðar.Formenn nefnda böfðu  97.717 kr aukagreiðslu á mánuð fyrir það starf.Varaformenn nefnda höfðu rúmlega 65 þúsund kr  aukagreiðslu á mánuði.2.varaformaður nefndar hafði 32 þúsund kr aukagreiðslu á mánuði fyrir starfið .Þingmenn landsbyggðarinnar höfðu 128.800 kr á mánuði  í aukagreiðslur fyrir húsnæðis-og  dvalarkostnaði og þar til viðbótar 40% álag ef viðkomandi þingmaður verður að halda 2 heimili eða alls 180 þúsund kr á mánuði.-Trúlega hafa framangreindar greiðslur hækkað eitthvað frá 2015.

Árið 2015 voru laun þinganna,þingfararkaup, 651 þúsund kr á mánuði.Nú er það 1100 þúsund á mánuði fyrir skatt.Það hefur hækkað um 68% en lífeyrir aldraðra og öryrkja er nú 197 þúsund  á mánuði eftir skatt hjá giftum og sambúðarfólki; hefur hækkað um 14%. Frá 2015. Þingmenn hafa  hins vegar tekið sér 68% kauphækkun fastakaups frá 2015 en á sama tíma og þeir hafa aðeins látið aldraða og öryrkja fá 14% hækkun,þ.e. þá sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum.Lífeyrir giftra eldri borgara er enn innan við 200 þúsund á mánuði en fastakaup þingmanna 1100 þúsund á mánuði.Geta þingmenn horft framan í þjóðina eftir þessa frammistöðu.Þeir taka sér sjálfir 1100 þúsund kr á mánuði fyrir utan aukagreiðslur en láta aldraða og öryrkja,sem búa með öðrum fá 197 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Þingmenn skjóta sér á bak við kjararáð en það dugar ekki. Kjararáð starfar á ábyrgð alþingis.Alþingi lét það viðgangast,að embættismenn,alþingismenn og ráðherrar fengju gífurlegar launahækkanir sl haust og mun meiri en verkafólk og launamenn almennt höfðu fengið.Alþingi brást í málinu.Það sat með hendur í skauti og lét málið renna í gegn.Alþingismenn verða að taka sér tak.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband