Ríkið skuldar eldri borgurum 800 milljónir vegna tannlækninga!

 

Eldri borgarar hafa nú í undirbúningi að innheimta skuld ríkisins við eldra borgara vegna  þess að eldri borgarar hafa verið látnir greiða of hátt verð fyrir tannlækningar.Fyrrverandi heilbrigðisráðherra,Kristján Þór Júlíussson taldi skuldina nema 800 milljónum kr sl haust.Ætlunin er að ræða við stjórnvöld um málið en beri viðræður ekki arangur verður skuldin sett í lögfræðilega innheimtu.

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavvík 16.febrúar sl var eftirfarandi ályktun samþykkt um málið: 

Af gefnu tilefni viljum við gefa heilbrigðisráðuneytinu tækifæri á að greiða sem allra fyrst þá skuld sem ráðneytið skuldar eldri borgurum vegna ákvæða í reglugerð um tannlækningar frá 2013. Skuldin var talin nema 800 milljónum s.l. haust. Það staðfesti þáverandi heilbrigðisráðherra í viðtali við fjölmiðla þann 13. september s.l.  þar sem hann sagði að verið væri að reikna skuldina út og vinna stæði yfir í ráðuneytinu við það verkefni.

Fram hefur komið að 23.000 eldri borgarar hafi greitt of mikið vegna tannlæknaþjónustu.

Óskað er eftir viðtölum við stjórnvöld um málið sem allra fyrst og áður en skuldin verður sett í lögfræðilega innheimtu.Þetta er alvarlegt mál.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband