Vill halda launum þingmanna háum en ekki leiðrétta lífeyri aldraðra!

 

Brynjar Nielsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir,að Piratar skuli leggja fram tillögu um að lækka laun þingmanna.Hann segir,að laun þingmanna hafi verið lækkuð í kreppunni og meiningin hafi verið sú að leiðrétta þau síðar,þegar betur áraði.Hann hefur ekki eins miklar áhyggjur af öllum,sem voru lækkaðir í kreppunni.Aldraðir og öryrkjar sættu einnig kjaraskerðingu í kreppunni,beinni og óbeinni.Meðal annars var lífeyrir aldraðra og öryrkja frystur ´í kreppunni og þeir sættu kjaragliðnun 2009-2013  á sama tíma og verkafólk fékk launahækkanir.Þing flokks Brynjars,Sjálfstæðisflokksins, samþykkti 2013 fyrir kosningar að leiðrétta þetta.Flokksþingið samþykkti,að leiðrétti lífeyri aldraðra strax eftir kosningar 2013.Það var svikið. Brynjar hefur ekki lagt til,að staðið verði við þetta loforð og kjör aldraðra og öryrkja leiðrétt. Heldur Brynjar,að alþingi eigi aðeins að gæta launa þingmanna og halda þeim háum en ekki annarra þegna landsins og ekki þeirra sem verst hafa kjörin.Ég tel þetta gott framtak hjá Pirötum að leggja til,að laun þingmanna verði lækkuð,þar eð þau hækkuðu um 55% á sl ári en alþingi ákveð ,að  hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 7,5% frá síðustu áramótum!!.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband