Viðreisn og Björt framtíð draga sig út úr þingstörfum! Fúsk?

 

 

 

Það vakti athygli við umræður um tvær skýrslur fjármálaráðherra á alþingi, að tveir stjórnmálaflokkar  tóku ekki þátt í  umræðunum, þ.e. Viðreisn og Björt framtíð en báðir flokkarnir eiga aðild að ríkisstjórninni.Hér var um að ræða skýrslu um skattaskjólin og skattaundanskot og skýrslu um svokallaða leiðréttingu,þ.e. niðurfærslu höfuðstóls veðskulda.Þetta eru þær skýrslur sem Bjarni Benedktsson stakk undir stól sem fjármálaráðherra fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust en báðar skýrslurnar voru tilbúnar vel fyrir kosningar og áttu að koma fyrir almenningssjónir þá strax.En Bjarni leyndi skýrslunm fram yfir kosningar og braut með því siðareglur ráðherra.

Þingmenn frá Bjartri framtíð áttu aðild að því að biðja um skýrsluna um skattaskjólin.Það er því undarlegt að þeir skyldu ekki taka þátt í umræðum um skýrslurnar á alþing.Þeir létu eins og þeim kæmi málið ekki við. Hvers vegna voru þeir þá að biðja um skýrsluna.Varðandi leiðréttinguna er það að segja,að Björt framtíð var á móti leiðréttingunni.Það hefði því verið eðlilegt,að flokkurinn hefði tekið þátt í umræðu um skýrslu um þá ráðstöfun.En svo var ekki.Furðulegt var einnig að fjármálaráðherra og flokkur hans skyldu ekki taka þátt i umræðu um skýrslurnar.Báðar varða þær fjármálaráðherra og ráðuneyti hans;þær fjalla um skattlagningu og skattsvik og um niðurfærslu veðskulda,sem fjámögnuð var með skattfé landsmanna. Helst er unnt að láta sér detta í hug,að það hafi verið af undirlægjuhætti við forsætisráðherra,að Viðreisn og Björt framtíð tóku ekki þátt i umræðum um skýrslurnar.Báðir þessir flokkar boðuðu aukið gegnsæi og bætt vinnubrögð fyrir kosningar.Björt framtíð boðaði lika,að hún vildi ekkert fúsk.Er þetta ekki einmitt fúsk?Mér sýnist það.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband