Enn engir nýir peningar í heilbrigðiskerfið!

 

 

 

RUV, Rás 2, átti viðtal við Óttar Proppe,heilbrigðisráðherra í gær.Lagt var út af því, að heilbrigðiskerfið hafi átt að vera í fongangi hjá nýrri ríkisstjórn.Dagskrármenn spurðu hvað liði framkvæmd á þessu stefnumáli.Óttar Proppe svaraði með því að skreyta sig með gömlum málum eins og því, að 1.mai kæmi nýtt greiðsluþáttökukerfi, sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili og hann sagði, að bygging nýs Landspítala væri hafin, m.a. sjúkrahótel.Varðandi nýtt og aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins sagði Óttar Proppe, að það yrði unnið í fjármálaáaætlun fram til 1.apríl og síðan yrði unnið í fjárlögum fyrir hvert ár. Með öðrum orðum: Þegar rætt er um ný fjárframlög til heilbrigðismála svarar ráðherra með því að tala um fjármálaáætlun til 5 ára.Heilbirgðisráðherra getur ef til vill drepið málinu á dreif um skeið með því að tala um gamlar samþykktir og 5 ára áætlun fram í tímann. En fyrr eða síðar verður hann að svara því hvort ríkisstjórnin ætli að láta eitthvað nýtt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Bjarni Benediktsson sagði ,þegar stjórnin var mynduð, að svo yrði ekki. Það yrði ekki látið neitt nýtt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Undir það tók nýr fjármálaráðherra og sagði,að það yrði að duga að treysta á hagvöxtinn.

Óttar Proppe var spurður að því hver afstaða hans væri til aukins einkareksturs í heilbrigðiskerfinu og hver afstaða hans væri til nýs frumvarps um áfengismál.Óttar svaraði því til, að hann væri ekki hlynntur auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu.Varðandi áfengismálin sagði Óttar, að  hann vildi ekki bæta aðgengi að áfengi.Hins vegar væri hann ekki enn búinn að taka afstöðu til frumvarpsins um áfengismálin,sem  lægi fyrir alþingi.Gott væri að heyra afstöðu ráðherra.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson,net

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband