Græt ekki örlög SALEK

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir í viðtali við Fréttatímann,að SALEK sé úr sögunni a.m.k. um skeið.Úrskurður kjararáðs um gífurlegar launahækkanir,einkum þingmanna,hafi gert út af við það.Verkalýðshreyfingin ætli ekki að láta láta láglaunafólk bera ábyrgð á stöðugleikanum.Gylfi segir ennfremur í þessu viðtali, að það hafi orðið forsendubrestur vegna úrskurðar kjararáðs.Mikil er ábyrgð alþingis og ríkisstjórnar.Eru Piratar þeir einu sem átta sig á þessu?

 ASÍ,SA og fyrrverandi ríkisstjórn  töldu,að þau hefðu höndlað  stóra sannleik með því að taka upp eftir hinum Norðurlöndunm eitthvað módel í kjaramálum sem nefnt hefur verð SALEK.En það var stór galli á gjöf Njarðar.Á hinum Norðurlöndunum eru lægstu laun viðunandi en svo er ekki hér.Áður en tekið er upp svonefnt SALEK módel hér þarf að leiðrétta lægstu laun.Þau þurfa að vera þannig,að unnt sé að lifa sómasamlegu lífi af þeim en svo er ekki í dag.Það er ekki unnt að komast af á lægstu launum nema með mikilli yfirvinnu.SALEK gengur út á það,að laun hækki aldrei meiri en nemur aukinni þjóðarframleiðslu.En þá er gengið út frá því,að tekjuskiptingin í þjóðfélaginu sé í lagi. En svo er ekki á Íslandi.Áður en SALEK er tekið upp hér þarf að leiðrétta lægstu laun.Fyrr er ekki unnt að taka upp slikt model. Í rauninni þýðir SALEK það,að samningsrétturinn er í raun tekinn af verkalýðsfélögunum.ASÍ stökk of fljótt á þetta fyrirkomulag.Fyrst verður ASÍ að leiðrétta lægstu laun í þjóðfélaginu.Síðan er spurning hvort SALEK hentar á Íslandi.Alla vega á eftir að laga mikið í kjaramálum og tekjuskiptingu hér áður en það kemur til greina. Þetta ætti ASÍ að vita. Ég grætt ekki SALEK.Það má fara mín vegna.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband