Þurfum verkamannabústaði á ný og leiguíbúðir!

 

 

Það var mikið óheillaspor,þegar Páll Pétursson,ráðherra Framsóknarflokksins,lagði niður Verkamannabústaðakerfið.Hann gaf sölu á verkamannabústöðum frjálsar og hætti að byggja nýja verkamannabústaði.Það var Alþýðuflokkurinn, undir forustu Héðins Valdimarssonar, sem kom verkamannabústaðakerfinu á. Það voru reistar hentugar,ódýrar íbúðir fyrir láglaunafólk.Þetta framtak hafði gífurlega mikla þýðingu fyrr verkamannafjölskyldur og annað láglaunafólk.Byggingum verkamannabústaða,eða félagslegra íbúða, var haldið áfram allt þar til Páll Pétursson stöðvaði byggingarnar.

 Nú er komið í ljós, að það sárvantar slíkar íbúðir.Það  vantar á markaðinn ódýrar,tiltölulega litlar íbúðir fyrir lálaunafólk og þar á meðal fyrir ungt fólk, sem er að byrja búskap.Unga fólkið ræður ekki við að kaupa íbúðir á frjálsum markaði í dag.Það getur ekki greitt þá útborgun sem tilskilin er. Kröfur um eigið fé við íbúðakaup voru hertar eftir hrunið og svo virðist sem kröfur í því efni séu of miklar.Ef til vill tengist það einnig því, að íbúðir á markaðnum eru of stórar og of dýrar. Það vantar minni,ódýrari íbúðir, sem ungt fólk réði fremur við að kaupa.

 Ljóst er,að eins og staðan er í dag í húsnæðismálunum, verður húsnæðisvandinn ekki leystur  nema með afskiptum hins opinbera,m.a. miklu framboði á leiguíbúðum.Reykjavíkurborg hefur áttað sig á þessu.Borgin hefur lagt áherslu á að úhluta nægilega mörgum lóðum undir leiguíbúir og hefur greitt fyrir því En einnig hefur borgin stuðlað að byggingu eignaríbúða.Borgin leggur mikla áherslu á þéttingu byggðar, þar eð það er miklu ódýrara fyrir íbúana að búa á eldri  svæðum, þar sem öll þjónusta er fyrir hendi og samgöngukostnaður minni, jafnvel ekki þörf á bíl.En einnig hefur borgin úthlutað lóðum á nýjum svæðum í útjaðr borgarinnari og í úthverfum.Það þarf verkamannabústaði á ný,félagslegar íbúðr.

Það vakti athugli,þegar stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar sá dagsins ljós,að ekki var orð um húsnæðismál í sáttmálanum.Það bendir til þess,að ríkisstjórnin hafi ekki skilning á því hve vandinn í húsnæðismálunum er mikill. Ríkisstjórnin verður að láta málið til sín taka.Helst þyrfti að hefja byggingu margra félagslegra íbúða á ný( verkamannabústaða) en það eru litlar vonir til þess, að sú hægri stjórn,sem nú situr geri það.Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarr og verkalýðshreyfingar í síðustu kjarasamningum lofaði ríkið að byggðar yrðu 600 íbúðir á ári.Ríkisstjórnir hafa dregið  lappirnar i málinu. Óvissa ríkir um það hvort staðið verður við þetta loforð.Ríkisstjórnin gæti byrjað á því að  standa við samkomulagið við verkalýðshreyfinguna.Nýi félagsmálaráðherrann talar mikið.En það er ekki nóg. Það þarf athafnir.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kalhæðnislegt að kalla gjörð Páls í þessum málum óheillaspor, eins og það hafi verið gert óvart. Á þessum tíma var bankakerfið nýeinkavætt, stórpólarnir áttu í gríðarlegri samkeppni að sölsa undir sig sem mest af fjármálakerfinu. Íbúðalánasjóður, ásamt félagsbústöðum hafði sóknað undir Framsókn um árabil. Þetta var pöntunarverk, alveg eins og slátrun Sparisjóðanna og aðförin sem var gerð að öðrum sjóðum samfélagsins, eins og Íbúðalánasjóði og LÍN. Þrír turnar ætluðu sér að gapa yfir öllu veltufé landsmanna, þar með talið níður í minnstu heimili. Þarna voru 1.500 íbúðir plús plús, í Reykjavík einni saman. Þær voru allar tiltölulega lítið veðsettar. 'eg reikna ekki með að það hafi liðið meira en 2 ár þar til meira en helmingur þeirra var seldur, endurfjármögnuð, með hámarksveðsetningu. ( Ég þekki vel til, keypti eina af þeim fyrstu)Þegar upp var staðið hefur þetta verið upphaf á fjölskylduharmleik líklega 1.000 fjölskyldna, bara í Reykjavík. Það er nefnilega þannig að það er alveg eðlilegt að innan mannfjölda sé ákveðið hlutfall, kannski 10% sem ekki hefur sterk ráðdeildargen, þetta eignarform hentar þeim. En gamlir Sjálfstæðismenn, sem tóku mikinn þátt í þessari uppbyggingu skilgreindu ávinninginn nokkurnveginn svona. Hagnaður af vellukuðu félagslegu húsnæði, skilar sér fyrst þegar börnin sem fengu að alat þar upp, við félagslegt öryggi koma inn í þjóðfélagið. Menn sem höfðu þennan skilning, skildu líka að það fæðast engin börn, sem hafa valið sér foreldra.

Jens G Jensson (IP-tala skráð) 25.2.2017 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband