Lög brotin á öldruðum og öryrkjum 2015 og 2016

 

 

 

Á árinu 2015 urðu mjög miklar launahækkanir í þjóðfélaginu.Verkafólk samdi um 14,5% hækkun lágmarkslauna 1.mai.Framhaldsskólakennarar sömdu um 17% hækkun strax og 44% hækkun á 3 árum.Nýlæknar sömdu um 25% hækkun strax og læknar almennt sömdu um allt að 40 % hækkun á 3 árum.Grunnskólakennarar sömdu um 33% hækkun á 3 árum og 9,5% hækkun til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar.En þrátt fyrir allar þessar miklu launahækkanir hækkaði lífeyrir á árinu 2015 aðeins um 3%.Það var lögbrot,þar eð í lögum stendur að við ákvörðun um hækkun lífeyris eigi að taka mið af launaþróun og lífeyrir adrei að hækka minna en laun eða vísitala neysluverðs.En í stað þess að fara eftir þessu lagaákvæði  ákveða ráðamenn hér að hækka lífeyri eftir geðþótta og þeir komast upp með það.Þeir geta brotið á öldruðum og öryrkjum án þess að nokkur hreyfi legg eða lið og alþingi gerir ekkert.

Á árinu 2016 var ástandið lítið skárra.Laun hækkuðu um 6,2% 1.janúar 2016 og lífeyrir hækkaði þá um 9,7%.Laun hækkuðu síðan aftur í mai það  ár um 5,5% en lífeyrir hækkaði ekkert meira  á árinu.Á þessu ári voru hinir umdeildu úskurðir kjararáðs kveðnir upp en samkvæmt þeim voru  laun þingmanna,ráðherra og embættismanna ríkisins hækkuð upp úr öllu valdi og miklu meira en laun á almennum markaði höfðu hækkað um.Laun þingmanna hækkuðu alls um 55% á árinu og   fóru í 1,1 milljón á mánuði.Laun ráðherra hækkuðu um 35%,fóru í 1.8 milljónir hjá óbreyttum ráðherrum og í 2 millj á mánuði hjá forsætisráðherra.23.júní hækkuðu laun ákveðinna embættismanna um tugi prósenta,allt upp í 48% og launahækkunin gilti 18 mánuði aftur í tímann. Það er alveg ljóst,að lög voru aftur brotin á öldruðum og öryrkjum árið 2016. Það vantaði mikið á,að lífeyrir væri  að hækka á þvi ári í samræmi við launaþróun .- Þegar svona er níðst  ár eftir ár á kjörum aldraðra og öryrkja og ráherrar telja sig geta skammtað þeim einhverja hungurlús ,sem ekki dugar fyrir framfærslu; ég er að tala um þá sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum,þá er tímabært að stofna embætti umboðsmanns aldraðra,sem mundi gæta hagsmuna aldraðra.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband