Skorið niður um 10 milljarða.Skilað aftur 1,2 milljarði!

Nýlega skar ríkisstjórnin samgönguaætlun niður um 10 milljarða.Margir mjög mikilvægir vegir voru skornir niður.Þessi niðurskurður var furðulegur,þegar haft var í huga,að samgönguáætlun var samþykkt með þverpólitísku samkomulagi síðasta haust.Upp hófust mikil mótmæli um allt land og var jafnvel lokað fyrir umferð.Svo mikil var reiðin yfir niðurskurðinum.Nú hefur ríkisstjórnin brugðist við mótmælunum yfir niðurskurðinum.En ekki er viðbragð ríkisstjórnarinnar stórmannlegt.Ríkisstjórnin skar niður 10 milljarða en ætlar að láta 1,2 milljarða til baka.Síðan lætur stjórnin eins og framlag hennar sé stórmerkilegt.Ef einhver manndómur hefði verið í stjórninni hefðu hún átt að halda við samgönguáætlun og afturkall niðurskurðinn.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband