Heilbrigðismálin í forgangi!: Rekstur Landspítalans skorinn niður um 5,2 milljarða!

Ársfundur Landspítalans var haldinn í gær.Þar kom fram,að það vantar 5,2 milljarða í rekstur spítalans.Bjarni Ben. hefur ákveðið án samráðs við þing eða stjórn að  spítalinn fái ekki einni krónu meira í reksturinn.( Það er vegna þess,að heilbrigðismálin eru í forgangi!) Erfitt er að sjá hvað Bjarna gengur til með því svelta Landspítalann.Sennilega er meiningin sú að skapa öngþveiti í rekstri Landspítalans til þess að leiðin til einkavæðingar i heilbrigðiskerfinu verði greið.

86 þúsund Íslendingar skrifuðu undir áskorun á sl.ári um, að heilbrigðiskerfið hér ætti að standa jafnfætis hinum Norðurlöndunum.Bjarni og ríkisstjórnin hundsa vilja þjóðarinnar.Hvað varðar þessa menn um það hvað þjóðin vill.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband