Stuðla þarf að þvi, að kvótar haldist í heimabyggð!

 

Kvótakerfið í sjávarútvegi hefur farið mjög illla með mörg byggðarlög landsins.Þar sem voru öflug útgerðarfyrirtæki með sterka kvóta er nú víða sviðin jörð eftir að útgerðarfyrirtækin hurfu á braut,þar eð einhver stærri og fjársterkari   útgerðarfyrirtæki höfðu keypt þau upp til þess að ná í kvótana.

Margoft hefur því verið lofað, að  kvótarnir (útgerðin) héldust á staðnum þó einhver önnur útgerðarfyirtæki væri að kaupa þau.En jafnoft hefur það verið svikið.Nú er nýtt slíkt dæmi í umræðunni: Grandi,sem rekið hefur umfangsmikla  fiskvinnslu  á Akranesi,eftir að Grandi keypti HB á Akranesi vill nú flytja vinnsluna til Reykjavíkur og svipta 100 manns á Akranesi vinnunni.Meira að segja tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins ofbýður þetta þ.e. Haraldi Benediktssyni formanni fjárlaganefndar og Páli Magnússyni formanni atvinnuveganefndar.Báðir hafa þeir nefnt þann möguleika að skilyrða þyrfti kvótaúthlutanir til þess að handhafar kvótanna,útgerðirnar,gætu ekki farið  á brott með kvótana eða vinnsluna og skilið eftir auða jörð.Mér finnst það mjög athyglisvert, að þessi skoðun skuli heyrast frá 2 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.Ég minnist þess ekki,að slíkar raddir hafi heyrst áður frá Sjálfstæðisflokknum.Algengast hefur verið, að Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að berja niður alla gagnrýnu á kvótakerfið.

Ég tel það sem er að gerast á Akranesi sýni,að nauðsynlegt er að gera strax breytingu á lögunum um stjórn fiskveiða og setja  í lögin skilyrði fyrir veitiingu kvóta,sem komi í veg  fyrir að stórar útgerðir kaupi upp minni útgerðir til þess að ná í kvótana og fari síðan á brott með allt saman.Það getur verið erfitt að setja lagabreytingu,sem dugar i þessu efni. En það verður að gera  það.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf þá að leggja niður fiskmarkaði, endurvekja verðlagsráð og tryggja ríkisstyrki til fyrirtækja sem ekki bera sig. Það er til lítils að lögbinda löndun og vinnslu ef fiskvinnslan og útgerðin á staðnum bera sig ekki.

Það er ekki kvótakerfið í sjávarútvegi sem hefur farið mjög illa með mörg byggðarlög landsins. Það er markaðsvæðing aflans, hagræðing og afnám styrkja frá byggðastofnun. Fiski er keyrt milli landshluta til þess sem borgar best, hver á kvótann og hvar hann er skráður til heimilis skiptir litlu máli. Til dæmis hefur megninu af þeim afla sem unninn hefur verið á Akranesi verið landað á öðrum stöðum og kemur úr kvóta sem skráður er í öðrum byggðarlögum. Og margar fiskvinnslur hafa enga tengingu við útgerðir og kaupa á markaði allstaðar af af landinu þá tegund og þá stærð sem hentar þeim best.

Jós.T. (IP-tala skráð) 27.4.2017 kl. 09:27

2 Smámynd: Hrossabrestur

Ef ég man rétt var það ekki meðal annars tilgangur með kvótakerfinu að vernda fiskistofna og viðhalda byggð í sjávarútvegsplássum á Íslandi? 

Hrossabrestur, 27.4.2017 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband