Stórfelld einkavæðing í boði Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins!

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur stórfellda einkavæðingu í undirbúningi enda þótt ríkisstjórnin hafi aðeins eins atkvæðis meirihluta á  þingi og hafi fengið minnihluta atkvæða í þingkosningunum.Nýjasta einkavæðingin sem boðuð hefur verið er sala Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til einkaaðila.Það mundi þýða að Íslendingar yrðu að greiða hærra verð fyrir að fara til útlanda.Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar alþingis,sem er frá Sjálfstæðisflokknum, hreyfði því í fjárlaganefnd að selja flugstöð Leifs Eiríkssonar.Ferðamálaráðherra, Sjálfstæðisflokksins,Þórdís Kolbrún,R.Gylfadóttur hefur tekið undir það.Bjarni Benediktson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til á aðalfundi Landsvirkjunar, að 20% í fyrirtækinu væri selt til einkaaðila.Menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til,að einn stærsti fjölbrautarskóli ríkisins,skólinn við Ármúla, verði felldur undir Tækniskóla Íslands,sem er einkastóli.Unnið er að því að samþykkja fyrsta einkasjúkrahús landsins,Klinikina við Ármúla.Frændur Bjarna Ben eru meðal eigenda að því.Verði það gert er búið að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi og leiðin greið fyrir frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en að því vinnur Sjálfstæðisflokkurinn.Það er verið að svelta Landspítalann og brjóta hann niður svo unnt sé að einkavæða hann í framhaldinu.Hvar vetna er unnið að einkavæðingu.Og hvers vegna er það auðveldara í dag en áður. Það er vegna þess,Björt framtíð lætur þetta yfir sig ganga. Björt framtíð gerir engar athugasemdir við einkavæðingaráform Sjálfstæðisflokksins.Og Viðreisn er aðeins útibú frá Sjálfstæðisflokknum og jafnmikill einkavæðingarflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn.Það er aðeins Björt framtíð,sem getur spyrnt við fæti en hefur ekki gert það enn.Vonandi vaknar Björt framtíð og afstýrir stórslysi,sem er í upppsiglingu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband