Aðeins broti fjármagns varið til Landspítalans miðað við framlög til sambærilegra sjúkrahúsa í Svíþjóð

Nýlega birti læknatímaritið Lancet könnun á heilbrigðiskerfi í ýmsum löndum.Samkvæmt þessari könnun var Ísland í næst efsta sæti og Andorra í því efsta. Kom mörgum þessi könnun á óvart miðað við fyrri kannanir,sem leiddu allt annað í ljós. Stöð 2 ræddi við Pál Mathíasson forstjóra Landspítalans um könnunina. Hann sagði að könnun Lancet fjallaði fyrst og fremt um ótímabær dauðsföll og þeim hefði fækkað meira hjá Íslendingum en hjá flestum öðrum  þjóðum (nema Andorra).Hins vegar fjallaði könnun Lancet ekki um rekstur heilbrigðiskerfa að öðru leyti.Páll sagði,að það væri varið 40% minna fjármagni til Landspítalans en til sambærilegra sjúkrahúsa í Svíþjóð. Rannsóknir á fjármálum LSH leiða í ljós,að spítalinn er fjársveltur og verður að skera niður þjónustu strax á næsta  ári  ef ekki verður bætt úr.

Formaður velferðarnefndar,Nichole Leigh Mosty, virðist ekki hafa mikinn skilning á vanda Landsspítalans.Hún virðist telja  það hlutverk sitt að finna rök gegn nægilegu fjármagni til Landspítalans. Hún sagði í viðtali við Stöð 2,að forstjóri Landspítalans komi hlaupandi á hverju ári,jafnvel á síðustu mínútu, að betla peninga! Ég minnist þess ekki,að formaður velferðarnefndar hafi áður talað af slíkri óvirðingu um yfirmenn Landspítalans.Nichole, formaður velferðarmefndar, telur sig geta sett sig á háan hest eftir að hafa búið tiltöltulega stutt á Íslandi.Hún leggur nú  einnig til,að sett verði stjórn yfir  Landspítalann og segir að þetta sé hennar tillaga (sic) og þetta sé fagleg tillaga en gefur til kynna,að stjórnendur LSH séu pólitískari! Þetta er óskiljanlegur málflutningur. Hún er stjórnmálamaður en ekki embættismaður.  Vissulega getur hún haft skoðanir á stjórnun LSH en ég tel,að ef hún vill fá stjórn yfir Landspítalann eigi hún að leggja fram tillögu um það sem þingmaður en ekki sem formaður velferðarnefndar.Með því að leggja fram slíka tillögu sem formaður velferðarnefndar tel ég,að hún sé að misnota aðstöðu sína.Mér finnst ólíklegt að hún leggi fram slíka tillögu án samráðs við ráðherra heilbrigðismála eða formann flokks sín. Þegar hún sem formaður velferðarnefndar neitaði Páli Matthíassyni forstjóra LSH um fund með velferðarnefnd sagði hún að hún hefði gert það samkvæmt fyrirmælum.Nú segist hún hins vegar hafa ákveðið það ein að styðja tillögu um stjórn yfr LSH!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband