Skerðing tryggingalífeyris: Mál gegn ríkinu þingfest í þessum mánuði!

Mikið hefur verið rætt um það undanfarin misseri,að skerðing á lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum væri orðin svo mikil vegna greiðslna úr lífeyrissjóði,að líkast væri eignaupptöku.En síðan bárust fréttir af því skömmu eftir áramót,að Tryggingastofnun væri að skerða tryggingalífeyri aldraðra án lagaheimldar! Fallið hafði niður á alþingi við breytingar á lögum um almannatryggingar að setja inn lagaheimild  fyrir því að skerða tryggingalífeyri aldraðra.Í stað þess að flytja strax frumvarp til laga um þessa heimild eða jafnvel setja bráðabirgðalög um málið ákvað velferðarráðuneytið og Tryggingastofnun  að skerða lífeyri án lagaheimildar.Virðingarleysi þessara aðila fyrir lífeyrisréttindum eldri borgara er slíkt,að þeir töldu sig ekki lengur þurfa lagaheimild til þess að rífa lífeyrinn af þeim.Síðan gengur félagsmálaráðherrann fram og segir,að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoðin í kerfinu(þegar ríkið er nánast búið að "stela" lífeyrissjóðunum" af eldri borgurum). Nei lífeyrissjóðirnur eru ekki fyrsta stoðin. Almannatryggingar eru fyrsta stoðin.Það var samþykkt við stofnun almannatrygginga.

Nú hefur verið ákveðið að stefna ríkinu vegna heimildarlausrar skerðingar tryggingalífeyris í janúar og febrúar. Málið verður þingfest í þessum mánuði.Það er Flokkur fólksins,sem stefnir ríkinu.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég hef alltaf litið á að hlutverktryggingarstofnunar sé að tryggja fólki grunnlífeyri, þ.e. þegar lífeyrisgreiðslur eru lægri en viðmiðunartekjur að fylla það gat. En ekki sem lífeyrisgreiðslur sem óskertar bætast ofan á greiðslur lífeyrissjóðanna. Hvort sem þetta er réttur skilningur eða ekki þá er felur sú leið sem þið viljið meina að eigi að gilda svolítið óréttlæti. þ.e. Hafa þeir sem fá lífeyrisgreiðslur, segjum, 300.000 á mánuði rétt á viðbót frá tryggingarstofnun, rúmlega 200.000 ofan á þá greiðslu. Ég held að megin þorri skattgreiðenda sé ekki sammála því að punga út þeirri greiðslu til hátekjufólks. Finnst þér ekki eins og mér að áherslan eigi að vera að einn sjóður komi í staðinn fyrir þann fjölda sjóða sem er í dag, eða hreinlega ríkið taki yfir þessa sjóði og allir lífeyrisþegar fái sömu upphæð á mánuði burtséð frá tekjum sem grunnlífeyri? Það væri þá möguleiki að hækka greiðslur án þess að bæta við fjármagni í kerfið.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.6.2017 kl. 17:30

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!

Þegar almannatryggingar voru stofnaðar 1.janúar 1947 af ríkisstjórn Alþýðuflokks,Sjálfstæðisflokks og Sósialistaflokks lýsti Ólafur Thors þá forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins því yfir,að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til efnahags eða stéttar.Það var grundvöllur trygginganna.Þegar verkalýðsfélögin stofnuðu lífeyrissjóðina var ákveðið,að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar.Ella hefðu menn ekki greitt í þá.Ríkið stofnaði almannatryggingar en ríkið á ekkert í lífeyrissjóðunum.Ríkinu kemur ekkert við hvað eigendur lífeyris í lífeyrissjóðum gera við þann lífeyri.Þetta er þeirra eign.Þetta er eign eldri borgara,sem greitt hafa í lífeyrissjóðina.Ríkið hefur löngum ásælst lífeyrissjóðina en hefur ekki getað farið inn í þá. Þess vegna fer ríkið bakdyramegin.Það skerðir lífeyri þann,sem sjóðfélagar  eiga að fá frá almannatryggingum.Það var aldrei meiningin í upphaf. Strax frá stofnun almannatrygginga voru þeir,sem komnir voru á vinnumarkaðinn, látnir greiða tryggingargjald til almannatrygginga og síðan greiddu þeir til almannatrygginga með sköttum.Ég fór að greiða tryggingargjald 16 ára og  greiddi til almannatrygginga alla mína starfsæfi.Ég er nú 85 ára.Ég fæ ekki eina krónu úr almannatryggingum í dag þrátt fyrir greiðslur til trygginganna í 54 ár.Það er í lagi mín vegna,þar eð ég er með góðan lífeyrissjóð (greiddi í hann í 50 ár). En það er ekki í samræmi við það,sem ákveðið var í uppohafi að strika 4500 eldri borgara út úr almannatryggingum eins og gert var um sl áramót, þegar grunnlífeyrir var felldur niður.

Með bestu kveðju

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 4.6.2017 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband