Staða Theresa May versnar! Meirihlutinn sennilega tapaður

Theresa May leiðtogi breska íhaldsflokksinsd efndi til kosninga í gær til þess að styrkja stöðu sína.Það mistókst.Staða hennar hefur veikst. Samkvæmt útgönguspám hefur Íhaldsflokkurinn tapað meirihlutanum á þingi og óvíst er að Theresa May haldi leiðtogasæti sínu.Verkamannaflokkurinn bætti hins vegar við sig samkvæmt útgönguspám.

Samningaviðræður um útgöngu Breta úr ESB áttu að hefjast síðar í þessum mánuði.Óvíst er að sú áætlun haldi vegna útkomu bresku kosninganna. Mjög erfitt getur orðið að mynda ríkisstjórn í Bretlandi. Það verður að mynda samsteypustjórn en engin hefð er fyrir slíkum stjórnum í Bretlandi enda þótt nokkur dæmi séu um slíkar stjórnarmyndanir. Íhaldsflokkurinn er enn stærsti flokkurinn í Bretlandi og sennilega fær Theresa May fyrst umboð til stjórnarmyndunar nema hún biðjist undan því. En Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins hefur þegar kallað eftir afsögn Theresa May.Verkamannaflokkurinn bætti við sig 30 þingsætum en Íhaldsflokkurinn tapaði 11 þingsætum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband