Eldri borgarar fluttir "nauðungarflutningum" út á land!

Nýjasta úrræði heilbrigðisyfirvalda í góðærinu er að senda eldri borgara af Landspítalanum út á land til þess að losna við þá af Landspítalanum.Nokkrir hafa þegar verið fluttir á Akranes og stefnt er að því að flytja fleiri þangað.Hér er um að ræða eldri borgara,sem búsettir eru í Reykjavík eða nágrenni.Eins og framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík,Gísli Jafetsson,lýsti þessu í fjölmiðlum i gær er þetta ekkert annað en nauðungarflutningur.Eldri borgararni eiga ekkert val. Þeim er stillt upp við vegg og þeir nánast neyddir til þess að samþykkja flutning út á land.Ég tek undir með Gísla Jafetssyni,að þetta er algert virðingarleysi við eldri borgara.Þeir eru slitnir burtu frá ástvinum sínum,sem eiga eftir flutninginn erfitt með að heimsækja maka sinn,föður eða móður.Eldri borgarar,sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag,eiga skilið betri meðferð en þessa.Það er yfirfljótandi í peningum í þjóðfélaginu í dag en samt er ekki unnt að koma sjúkum eldri borgurum fyrir á sjúkrastofnunum eða hjúkrunarheimilum í sinni heimabyggð.Forráðamenn Félags fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa komið með þá tillögu,að grípa til bráðabirgðaráðstafana vegna skorts á hjúkrunarrýmum og breyta eldra húsnæði í hjúkrunarrými.Það er eina leiðin úr því að Framkvæmdasjóður aldraðra er ekki notaður í samræmi við sín upphaflegu markmið heldur er 2/3 fjármagns sjóðins ráðstafað í rekstur en allt fjármagnið átti að fara í byggingu hjúkrunarheimila.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband