Öryrkjabandalagið beitt hefndaraðgerðum!

Einn aðaltilgangur nýrra laga um almannatryggingar var að afnema svonefnda krónu á móti krónu skerðingu í almannatryggingum.Þetta var gert gagnvart öldruðum en ekki gagnvart öryrkjum.Hvers vegna ekki? Skýringin er þessi.Fyrrverandi ríkisstjórn (einkum Eygló og Bjarni) lögðu mikla áherslu á það,að Öryrkjabandalagið samþykkti, að tekið yrði upp svokallað starfsgetumat í stað læknisfræðilegs örorkumats.Öryrkjabandalagið var ekki tilbúið að samþykkja þetta starfsgetumat; taldi,að það þyrfti mikið lengri tíma og undirbúning til þess að  samþykkja slíka byltingu í örorkumati.Þáverandi félagsmálaráðherra,Eygló Harðardóttir,tók þessari andstöðu Öbi mjög illa.Er skemmst frá því að segja að vegna andstöðu Öbi við starfsgetumatið var bandalagið og öryrkjar allir beittir hefndaraðgerðum: Krónu móti krónu skerðingin var látin haldast gagnvart öryrkjum enda þótt hún væri afnumin gagnvart öldruðum!Þetta var fáheyrt og óheimil mismunun,hreint brot á stjórnarskránni.En við þetta stóð og stendur enn. Á heimasíðu Öbi má sjá nokkur dæmi þess hvernig krónu móti krónu skerðingin skerðir kjör öryrkja. Sýnt er hvernig tekjur af lífeyrissjóði,atvinnu og greiðslur dánarbóta skerða lífeyri hlutaðeigandi öryrkja um nákvæmlega sömu fjárhæðir og nemur greiðslum úr lífeyrissjóði,vegna atvinnu og dánarbóta. Þessar hefndaraðgerðir eru eins og við séum í gömlu Sovetríkjunum en ekki á Íslandi!

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband