Vill,að Bretar gangi í EFTA.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill,að Bretar gangi í EFTA,Fríverslunarsamtök Evrópu,þegar þeir fara úr Evrópusambandinu.EFTA eru fríverslunarsamtök,sem fella niður tolla á iðnaðarvörum og öllum helstu sjávarafurðum í viðskiptum milli aðildarlandanna en þau samræma ekki ytri tolla eins og ESB gerir.Auk þess er EFTA aðeins viðskiptabandalag en ekki einnig efnahagsbandalag eins og ESB. En ég tel þetta samt góða tillögu hjá utanríkisráðherra.Þetta er gott frumkvæði hjá ráðherra. En ég er ekki mjög bjartsýnn á,að Bretar samþykki  tillöguna.Þeim þykir þetta sjálfsagt skref til baka.Ég reikna ekki með, að það verði mikið vandamál fyrir Breta að fá einhvers konar fríverslunarsamning við ESB.Vandamálið verður að fá aðild að innri markaði ESB  en á því er mikil nauðsyn fyrir Breta vegna hins mikla fjármálamarkaðar,sem er í London og vegna allra stórfyrirtækjanna,sem þar eru staðsett.Ef þeir fá ekki aðild að innri markaði ESB má telja víst,að mörg stórfyrirtækja Breta muni flytja höfuðstöðvar sínar til ESB.Það yrði mikið áfall fyrir Breta og staðfesting á því,að þeir geti ekki staðið utan ESB.En það yrði mikil lyftistöng fyrir EFTA að fá Bretland í samtökin.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband