Staða aldraðra og öryrkja hefur að sumu leyti versnað frá áramótum!

  

Það er kaldhæðnislegt, að breytingar þær,sem færu áttu öldruðum og öryrkjum kjarabætur um síðustu áramót hafa að sumu leyti skert kjör þeirra.Hjá sumum er staðan mun verri en áður!

 Staða öryrkja er að þessu leyti verri en  staða aldraðra.Krónu móti krónu skerðingin var afnumin hjá öldruðum en látin haldast hjá öryrkjum. Það þýðir, að ef öryrkjar hafa einhverjar smátekjur,t.d. 20-30 þúsund kr á mánuði, er tryggingalífeyrir viðkomandi öryrkja umsvifalaust skertur um jafnháa upphæð.Það er siðlaust.

 Frá áramótum var farið að telja allar greiðslur aldraðra og öryrkja frá Tryggingastofnun sem tekjur við útreikning á opinberum húsnæðisstuðningi til aldraðra og öryrkja. Það var ekki gert áður.Við þetta minnkaði  húsnæðisstuðningur til sumra verulega.Hækkun lífeyris um áramót var svo lítil,að minni húsnæðisstuðningur sléttaði í sumum tilvikum hækkunina út. –Fram að áramótum var frítekjumark vegna atvinnutekna 109 þúsund krónur á mánuði en um áramót lækkaði það í 25 þúsund krónur á mánuði.Þessi breyting hefur verið túlkuð svo af mörgum eldri borgurum, að það sé búið að banna þeim að vinna.-M.ö.o. :Staða aldraðra og öryrkja hefur að sumu leyti versnað en ekki batnað.Var hún þó ekki góð fyrir.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband