Björt framtíð og Viðreisn sviku sig inn á þjóðina!

Fyrir alþingiskosningarnar sagði Björt framtíð:"Við leggum áherslu á,að elli-og örorkulífeyrir dugi til framfærslu.Það er með öllu óásættanlegt,að það öryggisnet,sem almannatryggingakerfið á að tryggja skuli ekki grípa þá,sem verst standa hvort, sem það eru ellilífeyrisþegar eða öryrkjar og úr því þarf að bæta STRAX".-Út á þessa stefnu fékk Björt framtíð  talsvert af atkvæðum.En flokkurinn notaði ekki þessi atkvæði til þess að knýja fram þessa stefnu.Nei.Flokkurinn notaði þau aðeins til þess að fá ráðherrastóla án skilyrða.Flokkurinn setti engin skilyrði fyrir aðild að ríkisstjórn.Flokkurinn sveik þá stefnu,sem lýst var hér að framan.Flokkurinn sveik sig inn á þjóðina.Hann hefur ekkert gert til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Hann lofaði að bæta kjör þeirra STRAX en sveik það.Stigin voru skref til baka en ekki áfram. Sama er að segja um Viðreisn.Hún sveik sig einnig inn á þjóðina; lofaði að bæta kjör lífeyrisþega en sveik það.Viðreisn sveik einnig loforðið um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

þetta vekur hjá manni spurningu um sem þú hugsanlega veist að einhverju leiti svara við vegna fyrri starfa, Hverjir raunverulega ráða á Íslandi?

Hrossabrestur, 7.8.2017 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband