Hvenær fá aldraðir og öryrkjar hlutdeild í uppsveiflunni?

Á kreppuárunum eftir bankahrunið 2008 þurftu aldraðir og öryrkjar að taka á sig kjaraskerðingu.Aðeins þeir lífeyrisþegar,sem eingöngu höfðu tekjur frá almannatryggingum sluppu.Hagsmunir þeiraa voru varðir.En þeir lægst launuðu fengu kjarabætur þrátt fyrir kreppuna.Ég sagði þá,að ekki ætti fremur að skerða kjör lífeyrisþega en lægst launaða verkafólk.Undandfarið hafa margir hálaunamenn fengið miklar kauphækkanir t.d. ráðherrar,þingmenn og háttsettir embættismenn.Kauphækkanir þeirrra hafa verð réttlættar með því,að þeir hefðu tekið á sig byrðar í kreppunni og væru nú að fá leiðréttingu.En hvers vegna fá aldraðir og 0ryrkjar ekki leiðréttingu á sömu forsendum? Er ekki kominn tími til þess,að lífeyrisþegar fái hlutdeild í uppsveiflunni og er ekki tímabært að bæta öldruðum  og öryrkjum fórnirnar,sem þeir færðu í kreppunni?

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband