Breyta þarf tekjuskiptingunni!

 

Uppsláttarfrétt Mbl  þess efnis,að opinberir starfsmenn hefðu fengið 31-34 % launahækkun frá 2014 hefur farið fyrir brjóstið á hagfræðingum og hægri mönnum..Hafinn hefur verið upp söngur um að opinberir starfsmenn mættu ekki hafa forustu um launahækkanir,heldur ætti það að vera ASÍ og síðan hefur verið hamrað á því,að ekki mætti hækka laun umfram aukningu þjóðarframleiðslu.Þetta eru allt gamalkunnar fullyrðingar.En ég hef eftirfarandi við þær að athuga:
Íslenskir launamenn geta ekki samþykkt og tekið upp eitthvað SALEK samkomulag,SALEK kerfi fyrr en tekjuskiptingunni hefur verið breytt í þjóðfélaginu.Það verður að byrja á því að breyta tekjuskiptingunni launamönnum og lífeyrisþegum í hag.Í dag hafa launamenn og lífeyrisþegar svo lág kjör,að engin leið er að lifa af þeim kjörum.Ekkert SALEK samkomulag kemur til greina fyrr en búið er að leiðrétta tekjuskiptinguna.Það er fyrsta mál á dagskrá.Á meðan tekjuskiptingin hefur ekki verið leiðrétt þýðir ekkert að tala um að hækka lægstu laun um lága prósentu í stíl við aukningu þjóðarframleisðslu.Grunnurinn er rangur.Það verður að byrja á því að leiðrétta hann.

Björgvin Guðmundsson

 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband