Einræðisstefna Bjarna kom honum í koll!

Það er mikil ólga í þjóðfélaginu út af kynferðisafbrotum og uppreist æru til kynferðisafbrotamanna.Það er gífurleg óánægja í Bjartri framtíð og Viðreisn út af þessum málum og út af trúnaðarbresti milli Sjálfstæðisflokksins og samstarfsflokkanna.En ég tel,að stjórnin hefði ekki enst lengi þó þetta mál hefði ekki komið til.Vinnubrögð Bjarna og Sjálfstæðisflokksins gagnvart samstarfsflokkunum voru slík,að stjórnin bar dauðann í sér. Bjarni stjórnaði ríkisstjórninni eins og einræðisherra.Hann tilkynnti samstarfsflokkunum strax á fyrsta fundi,að ekki yrðu látnir neinir nýir peningar í innviðina.Hann boðaði strax sveltistefnu og gaf samstarfsflokkunum langt nef.Óttar átti ekki að fá neina nýja peninga í heilbrigðismálin.Eins var með önnur stefnumál samstarfsflokkanna eins og þjóðaratkvæði um aðildarviðræður að ESB; þeim var ítt út af borðinu.Bjarni lagði aðaláherslu á að sýna vald sitt  í ríkisstjórninni en ekki að taka neitt tillit til samstarfsflokkanna. Þannig er ekki unnt að reka samsteypustjórn. Bjarni virðist ekki hafa kunnað til verka. Hann hefði átt að kynna sér vinnubrögð Ólafs Thors og Bjarna Ben eldri.Ef hann hefði gert það hefði stjórnin enst lengur.

Það var búið að reka stjórnina þannig,að það mátti ekkert út af bera. Þegar kynferðisafbrotamálin komu upp var þetta búið. Sjálfstæðisflokkurinn verður að finna sér annan leiðtoga.Bjarni þarf að taka sér frí. Sennilega yrði Guðlaugur Þór miklu betri. Hann er manneskulegur og yfirvegaður.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sennilega er Bjarna ekki lengur sætt í formannsstólnum. Hvort Guðlaugur valdi hlutverkinu efast ég samt mikið um - og efast reyndar um að hann hafi áhuga á því.

Gestur (IP-tala skráð) 17.9.2017 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband