Bragð er að þá barnið finnur!

Á sjónvarpsstöðinni INN hefur lengi verið umræðuþáttur,sem hefur verið einstakur að því leyti,að allir þáttakendur hafa verið úr sama flokki,þ.e. Sjálfstæðisflokknum.Fyrir nokkrum dögum heyrði ég hlut úr þættinum.Þáttakendur voru þá Jón Kristinn stjórnmálafræðingur,Hallur Hallsson blaðamaður og Ingvi Hrafn þáttastjórnandi,sem stýrði þættinum.Rætt var m.a. um stjórnarslitin og stjórnmálaástandið.Það,sem vakti athygli mína, voru ummæli Jóns Kristins um málefni aldraðra. Jón Kristinn sagði,að það væri góðæri í landinu og það væri furðulegt, að í svo góðu ástandi væri ekki verið að bæta kjör aldraðra í landinu.Þeir hefðu það slæmt og ættu að fá hlutdeild í góðærinu.Þetta þóttu mér athyglisverð ummæli frá manni, sem er í framvarðarsveit Sjálfstæðisflokksins. Slíkir menn eru vanir að gapa upp í foringjana og éta upp eftir þeim,að aldraðir hafi það gott; kjör þeirra hafi verið bætt svo mikið! En það má segja vegna ummmæla Jóns Kristins: Bragð er að þá barnið finnur.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband